Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 64
64 Borgfirðingabók 2009
glerhálar, bæði vegna vatns sem rann niður af hlífðarfötum gestanna
og svo vegna leka af þakinu. Ekki var tími til þess þennan dag að
þurrka af tröppum og eldhúsgólfi, en það var annars gert með því að
dreifa ösku yfir bleytuna og sópa svo með hrísvendi og þornaði þá
fljótt og vel!
Einn kaffigesta í Fljótstungu þennan réttardag 1929 er mér minnis-
stæðari en aðrir. Það er Halldór bóndi á Kjalvararstöðum. Hann
kom gangandi upp Fljótstungutúnið eins og hinir réttarmennirnir, á
móti slagveðurs-slyddu-rigningunni og rokinu, og var illa haldinn.
Amma mín Guðrún tók á móti honum, gaf honum heita mjólk og
lét hann svo hátta ofan í rúm okkar elstu systranna. Amma var eina
fullorðna manneskjan heima, þar sem faðir minn Bergþór Jónsson
og afi minn Jón Pálsson voru bundnir við réttarstörfin og móðir mín
Kristín við ljósmóðurstörfin. Auk þess bar amma mín ábyrgð á okkur
systkinunum, sem þá vorum orðin sex; í aldursröð Guðrún, Þorbjörg,
Páll, Jón, Sigrún og Gyða. Næsta ár bættist sjöunda barnið við og var
það Ingibjörg.
Einn af mörgum réttargestum í Fljótstungu þennan fræga óveðurs-
dag var jafnaldra mín Unnur Jónsdóttir frá Breiðabólsstað, síðar
í Deildartungu. Hún kom blaut og hrakin heim í bæ eins og aðrir.
Amma mín bauð henni því að leggja sig á hlýjasta staðinn í bænum - í
rúmið hjá ungbarninu, sem var Gyða Bergþórsdóttir, þá fimm mánaða
gömul. Auðvitað valdi amma þeim Gyðu og Unni rúm sem ekki lak
ofan í af baðstofuþakinu.
Jón á Breiðabólsstað, faðir Unnar, kom svo að réttarstörfum loknum
og vildi semja við dóttur sína um að gista næstu nótt í Fljótstungu.
Þá reis Unnur upp og stappaði fast niður fæti um leið og hún sagði:
Bærinn í Fljótstungu á tíð frásagnarinnar. Myndina teiknaði Anna Björk Bjarna-
dóttir, dótturdóttir Guðrúnar, eftir ljósmynd frá því fyrir 1933. Samkvæmt upp-
lýsingum Páls bróður Guðrúnar hafði bærinn staðið í búskap foreldra þeirra
og afa og ömmu, en ekki þorði hann að tiltaka byggingarárið.