Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 68

Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 68
68 Borgfirðingabók 2009 í Stóra-Ási, næsta bæ á móti, handan við Hvítá. Hún bjó yfir þeim óútskýranlega galdri, auk vélarhljóðsins, að framleiða glaðbjört ljós í bæinn og hita í eldunartæki og straubolta. Þessi tækni var með öllu framandi flestum yngri og eldri í því nágrenni. Nú tók hugarflugið stjórnina og reyndi allar hugsanlegar tilgátur til þess að skýra fyrirbærið. Hljóðið kom úr suðri, í áttina frá Stóra- Ási. Þar hlaut eitthvað óvenjulegt að vera að gerast. Þar bjuggu þá sæmdarhjónin Kolbeinn og Helga, góðir grannar, sem aldrei settu sig úr færi með að veita hjálp og greiða, jafnt þótt yfir stórfljót þyrfti að fara til þess. Kolbeinn var lærður járnsmiður og hafði bæði tæki og kunnáttu til þess að gera við og smíða ýmsa nauðsynlega brúkshluti, bæði fyrir sig og aðra, auk þess að hann kom í framkvæmd á undan flestum öðrum að virkja bæjarlækinn og setja upp heimilisrafstöð. Hún var merkilegt umhugsunarefni á þessum tíma, rafstöðin í Ási. Skyndilega skaust upp í hugann minning um einhvern nauð- synlegan hlut sem hann átti og hafði boðið foreldrum mínum að láni af þekktri greiðasemi sinni og af því að hann vissi að hann vantaði. Það var ekkert rafmagn á bæjunum fyrir framan Stóra-Ás, hvorki í Hraunsási né á Húsafelli. Getur verið að Kolbeinn hafi sett rafstöðina sína á hestvagn og sé núna að fara með hana frameftir til þess að lána nágrönnum sínum þar svo að þeir geti líka haft rafmagn? Hann væri sannarlega vís til þess. Hljóðið var líkast rafstöðvarhljóðinu af öllum þeim hljóðum sem ég hafði heyrt til þessa. Það kemur líka úr þeirri átt, og gatan frameftir liggur inn köstin rétt á móti engjunum þar sem við erum að heyja. Ég renndi augunum fram og aftur eftir götunni inn með Áshlíðinni, en hvergi sást hundur á hlaupum, hvað þá maður með hestvagn í taumi. Vélfræðikunnátta mín náði ekki til þess að ég hefði hugmynd um að vatn eða annan aflgjafa þyrfti til þess að snúa rafstöðinni svo að hún gæfi frá sér hljóð. En á meðan á þessum hugleiðingum stóð breyttist smám saman stefnan sem hljóðið virtist koma úr og núna var engu líkara en það kæmi úr loftinu, en það gat nú bara ekki verið. Þó freistaðist ég til þess að líta augnablik af veginum hinum megin við ána og upp til Oks og Giljahnjúka, sem sólin baðaði eins og alla aðra sýnilega veröld í dag. Og þarna var einhver svartur depill á loftinu á milli hnjúkanna sem færðist hægt norðaustur eftir himinhvolfinu. Hljóðið jókst nú óðum svo að hádegisblundur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.