Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 72
72 Borgfirðingabók 2009
Húsafell í máli og myndum
Myndatexta skráði Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli
Húsafell hefur sama ætt setið í nær tvær og hálfa öld.Vorið 1757 flutti
sr. Snorri Björnsson þangað með fjölskyldu sína frá Stað í Aðalvík,
en því kalli hafði hann þjónað fimmtán ár.
Hann gegndi embættinu til 1796, naut þriðjungs tekna prestakallsins
uns hann lést 15. júlí 180.
Húsafellsprestakall var lagt niður 1812, og litlu síðar var kirkjan
rifin. Vorið 1811 flutti Jakob Blom Snorrason aftur heim að Húsafelli
og bjó þar dauðadags 1839. Hann uppgötvaði þá möguleika sem grjót-
ið í Bæjargilinu bauð og bjó til úr því ýmsa búshluti, en gerði einnig
legsteina, sem urðu víðfrægir og fóru víða, enda unnir af frábærum
hagleik.
Sonur hans, Þorsteinn Jakobsson, tók við búi 1840 og fetaði í fótspor
föður síns um legsteinagerð. Hann lést 1868. Elsta dóttir Þorsteins,
Ástríður, var gift Þorsteini Magnússyni frá Vilmundarstöðum. Þau
hófu búskap 1875. Eftir dauða manns síns 1906 hélt hún áfram bú-
skap til vors 1920. Í fyrstu voru Húsafellsbændur leiguliðar Reyk-
holtspresta, en 1909, þegar sala kirkjujarða var heimiluð, keypti Ást-
ríður Þorsteinsdóttir, þá orðin ekkja, jörðina. Hún andaðist 1921.
Ástríður og Þorsteinn eignuðust níu börn, tvö létust á barnsaldri,
en ein dóttir tæplega tvítug.
Elsti sonurinn, Magnús, fór í langskólanám, varð prestur í Selárdal
og á Patreksfirði um þrjá áratugi, en flutti þá til Reykjavíkur og varð
bókari við Búnaðarbankann sem þá var nýlega stofnaður. Næstelsta
SNORRI ÞORSTEINSSON