Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 73
7Borgfirðingabók 2009
systirin, Ástríður, giftist Jósef Elíeserssyni sem var Húnvetningur að
ætt. Bjuggu þau nokkur ár nyrðra en frá 1901 til 1939 á Signýjarstöðum
í Hálsaveit. Jósef var maður mjög lágvaxinn, en kvikur og snar og
talsvert á ferðinni. Frændur Ástríðar, sem voru meiri vexti og eflaust
hafa séð eftir Ástríði í fang svo smávaxins manns, gerðu að honum
nokkurt flím með gráu vísnagamni. Ástríður lét sér fátt um finnast,
en galt þeim í sömu mynt. Jósef rak um mörg ár sveitaverslun, fyrst
heima en síðar við Kljáfossbrú. Lauk henni með því að Kaupfélag
Borgfirðinga keypti af honum vörubirgðir og söluskúr. Þá var hann
sveitarpóstur. Á efri árum dvöldu þau hjón um tíma á Húsafelli.
Næstelsta systirin, Kristín, átti sögu sem ber svip af skáldsögu, og
hefur dótturdóttir hennar, Evelyn Thorvaldsson, skráð hana í bók
er nefnist „My Amma and Me“ og kom út í Winnipeg 1993. Segja
má að bókin sé rituð að hætti skáldævisagna og ákveðnum atriðum
verulega hagrætt til að gera frásögnina átakameiri og sögulegri.
Kristín hafði farið til Reykjavíkur til náms í fatasaumi og orgelleik.
Þar kynntist hún og bast heitum við efnilegan mann sem foreldrum
Fimm af börnum Ástríðar Þorsteinsdóttur og Þorsteins Magnússonar á Húsa-
felli, en þau bjuggu á Húsafelli, Þorsteinn frá 1875 til dd. 1906 og Ástríður lifði
til 1921. Frá vinstri á myndinni Kristín í Ameríku, Ingibjörg á Kaðalstöðum,
Ástríður á Signýjarstöðum, Páll á Steindórsstöðum og Þorsteinn á Húsafelli.
Kristín fór til Kanada, nokkuð sviplega árið 1901 og átti þar heima til dauðadags
árið 1970. Hún kom í heimsókn til Íslands árið 1930 á Alþingishátíðina. Aftur
kom hún 1953 og síðast 1961. Ókunnur ljósmyndari.