Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 81
81Borgfirðingabók 2009
verið illur ákomu ef þannig stóð á, höfðingjadjarfur og ábúðarmikill
og gat komið fyrir að gestir teldu að hann ætti húsum að ráða. Sagt
er að oft hafi Þorsteinn bóndi brosað í kamp er svo bar við. Síðustu
árin dvaldi Jakob á Elliheimilinu Grund og var ekki sáttur, þegar
starfsmenn er honum áttu að sinna voru ekki mæltir á íslensku. Hann
vantaði fáa mánuði í nírætt er hann andaðist. Bæði þessi tryggu hjú
eru grafin í kirkjugarðinum á Húsafelli.
Eftir fjárskiptin 1951 fjölgaði
sauðfé á Húsafelli og komst upp
í 1200 þegar flest var. Áttu þeir
bræður, Magnús og Kristleifur
Þorsteinssynir og Guðmundur
Pálsson mágur þeirra, maður
Ástríðar Þorsteinsdóttur, þar hlut
að máli, en 1963 flutti Magnús
burtu og fargaði bústofni sínum
og litlu síðar gerði Kristleifur hið
sama, enda hafði hann þá komið
upp ferðaþjónustu. Varð þá innan
skamms sauðlaust býli á Húsafelli.
Ferðaþjónusta varð upp frá því
meginverkefni Kristleifs, og hefur hún aukist og þróast með tímanum
og er staðurinn orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins,
fjölsóttur af ferðamönnum, og eftirsótt að eiga þar sumarhús.
Kristleifur var afkastamaður til verka, en einnig sýnt um að nýta sér
tækni og finna leiðir til að létta störf og snöggur að koma hugmyndum
sínum í framkvæmd. Hann var þrekmaður, rammur að afli, fimur
klettamaður og leikinn á skíðum. Hafði enda sótt skíðanámskeið og
kom eftir það ekki að svo háu fjalli að hann færi það ekki á bruni,
ef færi leyfði. Hann kleif hiklaust kletta og kom með því bæði
sauðkindum og mönnum í sjálfheldu til bjargar. Hann fór fram og
aftur yfir bogann á Hvítá hjá Barnafossi.
Kristleifur var ákveðinn bindindismaður, og er frá því sagt að
einhverju sinni á bindindismóti á Húsafelli voru gerðir upptækir
nokkrir tugir vínflaskna. Þeim var skilað til hreppstjórans Kristleifs.
Hann hellti niður innihaldinu. Síðan skilaði hann flöskunum til sýslu-
Kristleifur Þorsteinssyni á Húsafelli.