Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 82
82 Borgfirðingabók 2009
manns, sem ekki var sáttur við að fá
glerin tóm. Þá svaraði Kristleifur að
vildu einhverjir foreldrar ungling-
anna fá innihaldið bætt, skyldi hann
sjálfur borga það. Svo sem eðlilegt
er með mann sem „fann ei skyldu
sína heldur, að heiðra sama og
aðrir allt“ spunnust um hann þjóð-
sögur og má segja að hann fylgi
þar í spor ættföðurins, enda margir
þættir líkir með þeim. Er líklegt,
þó að Kristleifur sé nú genginn,
muni enn um sinn verða sagðar af
honum sögur engu síður en Snorra
presti. Að lokum skal einni slíkri
hnýtt í endann. Einhverju sinni
seint á sunnudagskvöldi hitti hann
þrjá unga menn er voru að búast
til brottfarar. Hann gaf sig á tal við þá og spurði hvort þeir færu í
Borgarnes. Þeir játtu því, og þá spurði hann hvort þeir gætu ekki
tekið fyrir sig pakka til hans Friðjóns. Þeir vildu vita hvaða Friðjón
það væri. Hann Friðjón í Sparisjóðnum. Þeir höfðu heyrt manninn
nefndan og tóku við pakkanum, allstórum plastpoka. Undir morgun
var bankað upp á hjá Friðjóni. Hann tók við sendingunni frá Krist-
leifi. Í pokanum var innkomið fé helgarinnar sem Friðjón lagði inn á
reikning í Sparisjóðnum.
Ekki má láta undan falla að geta um einn af yngri kynslóð Hús-
fellinga, Pál Guðmundsson, fjöllistamann, sem tekist hefur að nýta
steina sömu ættar og áar hans gerðu af legsteina, til hljóðfærasmíði,
steinhörpu sem hann hefur leikið á og kynnt á alþjóðavettvangi.
Jafnframt hefur hann opnað sýn inn í þann töfraheim sem býr hið
innra í steinunum.
Til þess að fjalla um það þarf aðra grein sem bíður annars tíma og
tækifæris.
Kristleifur Þorsteinssyni á Húsa-
felli lyftir Húsafellshellunni.