Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 87
87Borgfirðingabók 2009
Á þingi 1897 var lagt fram frumvarp til laga um brúarsmíðina.
Texti þess var ekki margorður: „Stjórninni veitist heimild til að láta
gjöra járnhengibrú á Önólfsdalsá við Norðtungu í Mýrasýslu og
verja til þess allt að 14000 krónum úr landsjóði.“
Landshöfðingi hafði fengið álit Sigurðar Thoroddsen landsverk-
fræðings um staðsetninguna og kostnað við brúargerðina. Hann gerði
þá tillögu að brúin yrði reist hjá Norðtungu. Þar sem hún þyrfti að
vera þrjátíu metra löng væri trébrú ekki nægilega sterk og lagði hann
til að byggð yrði járnhengibrú. Væri brúin skrúfuð saman, eins og
gert hafði verið við brúna á Þjórsá, þyrfti ekki útlenda verkamenn
til verksins, og þannig gæti hún orðið ódýrari. Áætlaði hann kostnað-
inn 12.000 krónur. Danskur ráðgjafi landshöfðingja áleit að áætlunin
væri of lág og taldi 16.000 kr. nær lagi. Í frumvarpinu sést að farinn
er meðalvegur.
Frumvarpið var samþykkt og lögin staðfest með undirskrift konungs
á Amalíuborg 18. des. 1897. Þau eru prentuð í Stjórnartíðindum 1897,
A deild bls. 126-127, bæði á íslensku og dönsku.
Samið var við danskt fyrirtæki, Smith Mygind & Hüttemeier, um
járnsmíðina.
Járnið kom til landsins sumarið 1898 og var flutt með skipi að ár-
mótum Grímsár, þaðan með bátum að Neðranesi og síðan á sleðum að
Norðtungu. Viðirnir komu vorið 1899 og voru vaðdregnir í tveimur
flotum frá Grímsárósi upp Þverá á byggingarstað. Um flutningana
sáu Jóhann Björnsson á Svarfhóli og Runólfur Runólfsson í Norð-
tungu. Eftir því best er vitað er þessi brú hin fyrsta nútímabrú sem
Íslendingar reistu einir og óstuddir, enda var hún skrúfuð saman eins
og Þjórsárbrú.
Brúin var vígð 4.október 1899 og segir í fréttapistli úr Borgarfirði
er birtist í Ísafold 7. október: „Brúin er fallegt og vandað mannvirki
og kemur í góðar þarfir.“
Ekki eru heimildir um hvernig vígsluathöfnin fór fram. En við það
tækifæri flutti Ingimundur Gíslason bóndi í Fossatúni vígsluljóð. Afrit
þess er varðveitt hjá Eggert Ólafssyni frá Kvíum, nú í Borgarnesi, og
leyfði hann góðfúslega að Borgfirðingabók fengi ljósrit af því. Er
ljóðið prentað hér eftir því eintaki.
Upplýsingar um smíði brúarinnar, aðdraganda og framkvæmd eru
sóttar í Alþingistíðindi, Stjórnartíðindi, blaðið Ísafold og bók Sveins
Þórðarsonar Brýr að baki er Verkfræðingafélag Íslands gaf út 2006.