Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 92
92 Borgfirðingabók 2009
fremur ríkur af næringarefnum sem flest verða aðgengileg plöntum
við niðurbrot steindanna sem þau eru hluti af. Niðurbrotið er þó
tiltölulega hægt vegna þess hvað jarðvegshiti er lágur hér á landi.
Helsta undantekningin frá þessu er fosfór sem þrátt fyrir að vera
fremur ríkulega útilátinn er afar fast bundinn í járn- og álsameindir
í jarðveginum og því ekki aðgengilegur plöntum. Auk þess veldur
fágæti plantna sem lifa í sambýli við niturbindandi örverur og lítil
virkni sjálfstætt starfandi örvera því að köfnunarefnisáburður myndast
lítt og losnar hægt úr rotnandi leifum.1
Þegar Ísland var numið hafði gróðurinn haft næði í þúsundir ára
til að byggja upp aðgengilegan næringarefnaforða í jarðveginum,
landnámsmenn komu því að landi þar sem ,,smjör draup af hverju
strái”. Fræðimenn sem ritað hafa um gróðurfar við landnám2 eru
einróma um að hér hafi nánast allt láglendi verið vaxið skógi upp í
200-600 m hæð yfir sjávarmáli og landið gróið alveg upp á hæstu fjöll,
fyrir utan einstaka jökulsanda og nýleg hraun. Af frjókornasetum
og mælingum á hraða jarðvegsþykknunar á ýmsum tímum4 má ráða
að nýtingarhættir landnámsmanna hafi haft mjög örar breytingar
á gróðurfari í för með sér. Samanburður á gróðurfarslýsingum í
Íslendingasögunum og núverandi gróðurfari á sömu stöðumbendir
þó til þess að í nágrenni við byggð hafi þróunin frekar verið rýrnun
landkosta en stórfelld eyðing á skömmum tíma.5
Það er talið að veðurfar hafi verið fremur milt þegar Ísland var
numiðsamanborið við það sem síðar varð6. Talið er að gróður hafi
1 Um eiginleika íslensks jarðvegs má m.a. lesa í eftirfarandi ritum: Bjarni Helgason, 1981:
Molar um jarðvegsfræði og jarðveg á Íslandi. Náttúra Íslands, bls. 303-331. - Þorsteinn
Guðmundsson, 1994: Jarðvegsfræði og Ólafur Arnalds, 199: Leir í íslenskum jarðvegi.
2 Ágætis samantekt á því sem skrifað hefur verið um gróðurfar við landnám er að finna í:
Andrés Arnalds. 1988: Landgæði á Íslandi fyrr og nú.
3 Margrét Hallsdóttir, 1995: On the pre-settlement history of Iceland vegetation, bls. 17-29.
- Þorleifur Einarsson, 1962: Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám á
Íslandi, bls. 81-107.
4 Sigurður Þórarinsson, 1961: Uppblástur á Íslandi í ljósi öskulagarannsókna, 17-54. - Grétar
Guðbergsson, 1996: Í norlenskri vist. Um gróður, jarðveg, búskaparlög og sögu, bls. 31-89.
5 Björg Gunnarsdóttir. 2001: Samanburður á gróðurfarslýsingum í Íslendingasögunum og
núverandi gróðurfari á sömu stöðum. Í prentun.
6 Björg Gunnarsdóttir. 2001: Á síðari árum hefur veðurfar til forna verið mikið rannsakað