Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 93
9Borgfirðingabók 2009
heldur verið á undanhaldi hér á landi við landnám eftir að núverandi
hlýskeið náði hámarki fyrir um 2500 árum. Við landnám var loftslag
þó mun skárra en síðar varð.7 Eftir landnámið var veðurfar fremur
milt fyrstu þrjár aldirnar og sjaldan hart í ári. Í lok 12. aldar fór
hörðum árum að fjölga. Ræktun varð erfiðari, uppblástur jókst og
sum ár var hafís allt umhverfis landið. Má gera ráð fyrir að það hafi
haft mjög alvarleg áhrif á efnahag Íslendinga. Enn versnaði loftslagið
þegar líða tók að aldamótum 1600 og má tala um að það harðinda
skeið hafi náð út alla 19. öldina. Það fer ekki að hlýna að ráði aftur
fyrr en um 1920, og hefur verðurfar að mestu haldist gott síðan.8 Á
þessu má sjá að veðurfar virðist hafa farið versnandi um það leyti
er Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs 1262-1264. Á þessa
óheillaþróun hefur síðan bæst sú staðreynd að stór hluti skóganna var
þá horfinn og með honum þau áhrif sem skjólið af skóginum hefur á
veðurfar. Skógurinn dregur mjög úr vindi næst sér auk þess að mikið
landslagsskjól, eins og myndast þar sem skiptast á skógar og skóglaust
land, getur dregið úr vindhraða í skjólleysi um allt að helming.9 Þessu
til viðbótar dregur skógi vaxið land mjög úr hættunni á staðbundnu
aftakaveðri í nágrenni fjalla.10 Á sunnanverðum Norðurlöndum
hefur verið mæld 0,5-2°C meðaltalshækkun á lofthita og 0,5-1°C
hækkun jarðvegshita við helmings minnkun á vindhraða.11 Norrænar
rannsóknir sýna auk þess að við 25-50% minnkun á vindhraða
eykst uppskera að meðaltali um 5-10%12 og sambærilegar íslenskar
rannsóknir sýna enn meiri mun.1 Við breytingu á meðalhita um 1°C
má gera ráð fyrir að loftslagsháð gróðurfarsmörk í hlíðum hækki
með nýjum aðferðum. Niðurstöður þeirra eru að verulegar sveiflur hafa alla tíð einkennt
verðurfarið. Á hlýindaöldum hafa komið harðindaár eða áratugir og á köldum skeiðum hlý
tímabil. Í stórum dráttum er þó rétt sú gamla skipting í veðurfarstímabil sem hér er beitt.
7 Þorleifur Einarsson, 1994: Myndun og mótun lands, bls. 274.
8 Páll Bergþórsson, 1968: Veðurfar, bls 62-64.
9 Ólafur Njálsson. 1984: Skjólbelti. Gerð þeirra og skjólárhrif, bls. 5
10 Haraldur Ólafsson. 1997: Hefur orsök vinds áhrif á hversu gott skjól myndast af skógi?
bls. 100-102
11 Ólafur Njálsson. 1984: Skjólbelti. Gerð þeirra og skjólárhrif, bls. 10
12 Sama heimild, bls 14.
13 Klemenz Kr. Kristjánsson. 1976: Áhrif skógarskjóls á kornþunga, bls. 23-26