Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 96
96 Borgfirðingabók 2009
af skjóli mestur þau sumur sem kornið náði ekki fullum þroska á
berangri.21 Engar heimildir eru til um hvaða korntegundir voru hér
í ræktun á þjóðveldisöld, en talið að hér hafi nánast eingöngu verið
ræktað sexraða bygg.22 Er sú skoðun m.a. studd með fornleifafundum.2
Þrátt fyrir kornræktina var töluvert flutt inn af byggi, og var það dýrt
í verði.24 Af því má ráða að byggræktunin hafi ekki verið nægileg til
innanlandsneyslu.
Frá upphafi landnáms lifðu landsmenn mest af gæðum villtrar
náttúru. Ræktun og öðrum inngripum mannsins var haldið í lágmarki.
Skógarnir sem ekki þurftu að víkja fyrir ræktun voru nýttir til eldiviðar
og kolagerðar, auk þess sem tré á frjósömu landi hafa vafalítið verið
nothæf til smíða. Í Laxdælu segir t.d. eftirfarandi um Hjarðarholt í
Laxárdal: ,,Voru þar og skógar miklir nokkuru ofar en Höskuldsstaðir
eru fyrir norðan Laxá. Þar var höggvið rjóður í skóginum og þar var
nálega til gers að ganga að þar safnaðist saman fé Ólafs hvort sem
veður voru betri eða verri.” ,,Það var á einu hausti að í því sama holti
lét Ólafur bæ reisa og af þeim viðum er þar voru höggnir í skóginum
en sumt hafði hann af rekaströndum. Þessi bær var risulegur.” 25 Búfé
var flestu beitt úti allt árið. Líklegt má telja að sprotar sem spruttu
upp af rótum hogginna trjáa hafi verið mikilvæg fæða búpenings yfir
vetrarmánuðina. Hefur það án efa riðið mörgum skóginum að fullu.
Tegundir búfjár hafa verið fjölbreytilegri á fyrstu öldum byggðar
en síðar varð. Útigangssvín, geitur, endur og hænsn virðast hafa ver-
ið algeng, auk þeirra tegunda sem síðar mynduðu einar kjarnann í
íslenskum bústofni, sauðfjár, nautgripa og hrossa. Hinn mikli fjöldi
nautgripa bendir til þess að fornmenn hafi neytt meira nautakjöts
21 Klemenz Kr. Kristjánsson, 1976: Áhrif skógarskjóls á kornþunga, bls. 23-25.
22 Af byggi eru til tvær gerðir sem heita eftir fjölda kornraða á öxunum, tvíraða og sexraða
og eru til mörg afbrigði af hvorri gerð. Almennt er sexraða bygg fljótvaxnara en tvíraða og
því betur aðlagað stuttum sumrum en tvíraða byggið er vindþolnara. (Magnús Óskarsson,
1992: Grænfóður og korn, bls. 3-4) Kynbætur á byggi til notkunar á Íslandi hafa fyrst og
fremst miðað að því að búa til fljótsprottið tvíraða bygg. (Jónatan Hermannsson, 1999: Úr
korntilraunum 1993-1998, bls. 59-60).
23 Sturla Friðriksson, 1987: bls. 181-183.
24 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, 1989: Norska öldin, bls. 88.
25 Bragi Halldórsson ofl. (ritstj.), 1987: Íslendingasögur, síðara bindi, bls. 1569.