Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 97
97Borgfirðingabók 2009
og kúamjólkur en síðar varð.26 Einnig taldi Jón Sigurðsson að nauta-
kjötsútflutningur hefði verið nokkur.27 Geitur hafa verið hér fleiri í forn-
öld heldur en á síðari tímum, og gömul örnefni eru mörg um allt land
sem benda til geitabúskapar. Það er talið að um aldamótin 1100 hafi
geitur verið verðlagðar svipað og sauðfé og þar af leiðandi ekki síður
metnar en sauðfé.28 Ef svo hefur verið þá er ólíklegt að fjöldi þeirra
hafi jafnvel verið svipaður og fjöldi sauðfjár. Þó var sauðfjárbúskapur
einnig töluverður og ullarvörur aðal útflutningsafurð landsmanna alla
þjóðveldisöldina.29
Algengast virðist að gera ráð fyrir að sauðfjárrækt hafi verið stunduð
á svipaðan hátt frá landnámi og fram á nýliðna öld.0 Í doktorsritgerð
sinni dregur Jón Haukur Ingimundarson þá skoðun mjög í efa.1 Hann
bendir á að fjöldi nautgripa sé vísbending um það að mjólk hafi að
mestu verið fengin úr kúm, og nautakjöt hafi verið algengt á borðum.
Ullarvörur voru hins vegar verðmæt útflutningsafurð og því eðlilegt
að gera ráð fyrir að búskaparhættir hafi verið miðaðir við að hámarka
framleiðsluna á þeirri afurð, og telur Jón Haukur sig hafa vissu fyrir
því að það samrýmist á engan hátt fráfærum og mjólkurnytjum.2 Hann
bendir m.a. á að lambær gefa miklu minni ull en sauðir og geldar ær,
og halda ekki fullum ullarvexti nema í 3-4 ár meðan sauðir eru enn að
gefa hámarksafrakstur 6-7 ára gamlir. Auk þess geta sauðir hæglega
bjargað sér á útigangi yfir veturinn nema þegar jarðbönn eru. Af öllu
þessu og ýmsum frásögnum fornritanna dregur Jón Haukur þá ályktun
að sauðfjárbúskapur hafi á þjóðveldisöld verið stundaður á þann veg
að meiri hluti bústofnsins hafi verið sauðir til ullarframleiðslu sem
26 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, 1989: Norska öldin. bls. 78.
27 Jón Sigurðsson, 1861: Lítil varníngsbók handa bændum og búmönnum á Íslandi, bls. 67
28 Sama heimild, bls. 78-79
29 Jón Haukur Ingimundarson, 1995:Of Sagas and Sheep: …, bls. 2.
0 Gunnar Karlsson. 1975: Frá þjóðveldi til konungsríkis, bls 9. Einnig Jón Haukur
Ingimundarson.,1995: Of Sagas and Sheep: …., bls. 57-61
1 Jón Haukur Ingimundarson. 1995: Of Sagas and Sheep: Toward a Historical Anthropology
of Social Change and Production for Market, Subsistence and Tribute in Early Iceland (10th
to the 13th Century).
2 Sama heimild, bls. 61.
Sama heimild, bls. 64.