Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 99
99Borgfirðingabók 2009
nota voru skógar að sjálfsögðu nýttir ótæpilega til eldiviðar og smíða.
Og úr mýrum var unnið járn og mór, a.m.k. þar sem eldiviður var af
skornum skammti.
Áður hefur komið fram að ullarvörur voru aðal útflutningsvara
Íslendinga á þjóðveldisöld. Ekki verður séð að ull hafi verið seld
óunnin úr landi líkt og síðar varð heldur full unnin í vaðmál.7 Auk
vaðmáls telur Jón Sigurðsson að mikið hafi verið flutt út af afurðum
nautgripa.8
Landnýting í nýlendunni Íslandi
Undir lok þjóðveldistímans fóru ytri aðstæður landbúnaðar á Íslandi
versnandi með þeim afleiðingum að búskaparhættir breyttust verulega.
Helstu einkenni þeirra breytinga voru að menn fóru að treysta meira
á sauðfé til matar, og ræktun lands dróst verulega saman. Heimildir
um búskaparhætti og landnýtingu eru af skornum skammti þar til
kemur fram á 18. öld. Eftirfarandi umfjöllun er að miklu leit byggð
á Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar9, en þeir fjalla
töluvert um búskaparhætti. Við lýsingar þeirra verður eftir föngum
reynt að auka með tilvitnunum í aðrar heimildir, auk þess sem reynt
verður af bestu getu að rekja hvernig þróunin var fram að þeim tíma
og í stuttu máli sagt frá þróuninni síðan þá.
Þegar Eggert og Bjarni voru hér á ferð er litla ísöldin í algleymingi
og meðalhiti um eða yfir 1°C lægri en nú.40 Skilyrði til búsetu og
landbúnaðar voru þá eins og nú ólík eftir landshlutum. Munurinn var
jafnvel meiri en síðar varð, en það voru mikið til aðrir hlutir sem skiptu
máli fyrir landgæði en urðu mikilvægir eftir að tæknin hóf innreið
sína í sveitir landsins. Þá var lítill hagur af flatlendi, heldur skipti
mestu máli að land væri frjósamt frá náttúrunnar hendi og aðstæður til
vetrarbeitar væru sem bestar. Bændur voru flestir leiguliðar sem drógu
fram lífið af því sem náttúran gaf þeim hjálparlaust. Aðal lífsbjörgin
var af sauðkindinni, en fólk nýtti sér allt það sem það hafði trú á að
7 Jón Sigurðsson, 1861: Lítil varníngsbók handa bændum og búmönnum á Íslandi, bls. 9.
8 Sama heimild, bls 67.
9 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, 1972: Ferðabók I og II.
40 Páll Bergþórsson, 1969: An Estimate of Drift Ice and Temperature in Iceland in 1000
Years. bls. 98.