Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 100
100 Borgfirðingabók 2009
væri ætt. Það var nokkur munur eftir landssvæðum á því hvaða jurtir
voru nýttar. Ber voru etin ýmist eins og þau komu fyrir eða í skyri og
rjóma. Njóli var notaður sem kál í súpur og súrur í sallat. Skarfakál
var borðað soðið. Ætihvönn og önnur hvannarafbrigði voru mikið
notuð. Ungir stönglar af hvönninni voru skornir í ræmur og borðarðir
hráir með smjöri. Einna mest hafa þó ræturnar verið notaðar til matar.
Þær voru oft geymdar til að hægt væri að grípa til þeirra yfir veturinn41
t.d. til að drýgja mjöl. Einnig var jurtin notuð til lækninga. Vegna
fjölbreyttra notkunarmöguleika hvannarinnar voru víða hvanngarðar
við bæi42 og eru jafnvel enn. Fjallagrös voru notuð í seyði, grauta og
í brauðbakstur. Melfræ var notað sem korn, þurrkað, mulið og notað
í bakstur og grauta,4 auk þess voru stönglar plöntunar notaðir til að
þekja húsþök.44 Fleiri tegundir voru einnig nytjaðar s.s. baunagras,
mjaðurt, einiber ofl.
Tún voru lítil og léleg og mest allt vetrarfóður fengið af engjum.
Þeim Eggerti og Bjarna er tíðrætt um kornrækt fyrri alda og að víða
sé að finna leifar af ökrum, s.s. í Barðastrandar- og Dalasýslum.45 En
kornyrkjan virðist með öllu aflögð þegar þeir voru á ferð, þótt ýmsar
tilraunir hafi verið gerðar til að hefja hana aftur. T.d. komu skömmu
síðar hingað bændur frá Noregi og Jótlandi til að gera tilraunir með
akuryrkju. Flestar voru þessar tilraunir á Suðurlandi, en einnig á
Norður- og Vesturlandi.46 Matjurtagarðar voru sjaldgæfir, en þó var
fólk um allt land að gera tilraunir með ræktun matjurta og á sumum
svæðum var jafnvel töluverð matjurtaræktun, s.s. á Suðurlandi. Það
fór eftir landsvæðum hvað hægt var að rækta, en helstu tegundir voru
grænkál, hvítkál, brúnkál, sniðkál, hvítar rófur, hreðkur, gulrætur,
pétursselja og ýmsar sallattegundir. 47
Búfé var eftir föngum beitt úti allt árið um kring, enda voru hey
41 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, 1772: Ferðabók. I. bindi. bls. 106
42 Arnbjörg Linda Jóhannesdóttir, 1992: Íslenskar lækningajurtir, bls. 90 og Eggert Ólafsson
og Bjarni Pálsson, 1772: II. bindi, bls. 26.
4 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, 1772: Ferðabók. I. bindi,bls. 220.
44 Sama heimild, II. bindi, bls. 155.
45 Sama heimild, I. bindi, bls. 42 og 158.
46 Sama heimild, II. bindi, bls. 45-46 og 241
47 Sama heimild, I. bindi, bls. 303-306