Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 101
101Borgfirðingabók 2009
lítil og oft léleg. Vetrarbeit var höfð nærri byggð. Sauðfé var hýst í
beitarhúsum sem oft voru staðsett í töluverðri fjarlægð frá bæjum,
á stöðum þar sem auðvelt var að halda fénu til haga.48 Það var mjög
misjafnt eftir landshlutum hvort vel háttaði til vetrarbeitar. Þar sem
vetrarbeit var ekki góð urðu menn að afla meiri heyja eða hafa önnur
ráð með fóðrun búfjárins. Ekki var leyfilegt að beita á afrétt yfir
vetrartímann. Afrétti mátti heldur ekki heyja nema með sérstöku
leyfi.49 Ef auðvelt var að fá sjávarfang í slíkum sveitum var búfé
jafnvel fóðrað með beinum og fiski til að drýgja heyið.50 Í Trékyllisvík
var sauðfé jafnvel gefinn hertur hákarl auk barinna fiskbeina.51 Það
má því segja að fiski- og beinamjöl hafi lengi verið þekkt sem gott
skepnufóður. Það varð þó að passa að jórturdýrin fengju nægilegt
magn af heyi til að geta jórtrað.52
Fóðurheyið var misjafnt eftir landhlutum en þó sérstaklega eftir
árum. Það er eftirtektarvert að Eggert og Bjarni töldu hey almennt
sýnu verst í Kjósarsýslu, en mjög gott fyrir norðan og á vestanverðu
landinu. Geymsla heys var mörgum höfuðverkur, og voru menn ekki
á einu máli um hvernig það væri best geymt. Hlöður voru enn fáar og
mest öllu heyi hlaðið í stæður eða garða. Menn deildi á um hvernig
hey væri best og þá blanda af hvaða jurtum. Hey átti það til að mygla
í hlöðum líklega vegna þess að ekki var þess gætt að þurrka það nóg
áður en það var hirt.5
Á sumrin var búféð haft í seli þar sem þannig háttaði og á afréttum.
Einnig var alltaf nauðsynlegt að hafa einhvern búpening heimavið. Í
seli var haft það búfé sem þurfti að mjólka, þ.e. kýrnar og kvíaærnar,
en heimavið voru þeir hestar sem þurfti að nota við ýmis störf og
einnig hluti kúa og kvíaáa, en í algeru lágmarki þó, því hlífa varð
heimatúnunum. Kýr og kvíaær voru höfð í seli frá miðjum júní til loka
ágústs. Þegar Eggert og Bjarni voru hér á ferð hafði færst í aukana
að láta búfé ganga heima við og mikið dregið úr selstöðu. Þetta dró
48 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, 1989: Norska öldin. bls. 80.
49 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, 1772: Ferðabók. I. bindi, bls. 15
50 Sama heimild, I. bindi, bls. 24 og 297.
51 Sama heimild, I. bindi, bls. 66.
52 Sama heimild, I. bindi, bls. 297.
53 Sama heimild, II. bindi, bls. 146-147.