Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 104
104 Borgfirðingabók 2009
arnir voru þó lífsnauðsynlegir á þeirri tíð því viðarkol þurfti til að
dengja við ljái, auk þess að þeir voru nýttir til eldiviðar og smíða. Til
eldiviðar var gjarnan rifið hrís65 en til smíða þurfti stærri tré. Í kolagerð
var notast við rifhrís og greinar af stærri trjám. Þurfti gildleikinn að
vera 1-2 þumlungar og voru greinarnar síðan kurlaðar niður í um
þriggja þumlunga langa búta. Kurlinu var síðan hrúgað í gryfjur
tveggja álna djúpar og 1-1½ faðms að þvermáli, þar sem undir hafði
verið raðað lurkum eða rótum. Eggerti og Bjarna er tíðrætt um hversu
mjög skógunum hafði hnignað, ekki aðeins að flatarmáli heldur og
að gæðum. Kenna þeir of mikilli notkun og röngum aðferðum um.
Þeir töldu rangt að höggva ung tré, sem þóttu betri til kolagerðar er
eldri og stærri tré. Auk þess töldu þeir einsýnt að sú aðferð að höggva
trén frá tveim áttum þannig að dæld myndaðist í stubbinn, ylli því að
stubburinn og rótin fúnaði,66 en í beitilandi getur birki varla fjölgað
sér nema með stofn- og rótarskotum.
Lengi má deila um hvað olli þeirri afturför sem óneitanlega
varð í íslensku efnahagslífi eftir að þjóðin tapaði sjálfstæði sínu.
Jón Haukur Ingimundarson telur að þar hafi hrun markaðskerfis
þjóðveldisins átt nokkurn þátt, auk þess að fátækum leiguliðum
fjölgaði á kostnað efnaðra stórbænda.67 Vart er hægt að draga í efa
að versnandi veðurfari á mikinn þátt í hnignuninni, en trúlegt er að
einnig hafi rýrnandi landgæði af völdum ósjálfbærra nýtingarhátta
haft sitt að segja. Sem dæmi má nefna að jarðrækt hefur orðið mun
erfiðari í framkvæmd eftir að nauðsynlegt varð að nýta mest allan
búfjáráburð til upphitunar. Eftir að Eggert og Bjarni skrifa ferðasögu
sína fer heldur að birta til í íslensku þjóðlífi. Vissulega áttu stóráföll
eftir að ríða yfir þjóðina, en vakningin var hafin. Þá verður landnýting
á Íslandi mun margþættari en áður hafði verið og efni í stærri ritgerð
en þessa að lýsa þeirri þróun allri.
65 Grétar Guðbergsson 1998b: Hrís og annað eldsneyti. bls. 24.
66 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, 1772: Ferðabók. I. bindi, bls. 11
67 Jón Haukur Ingimundarson, 1995: Of Sagas and Sheep. …, bls. 96-97