Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 108
108 Borgfirðingabók 2009
Á fögrum degi síðla vors 2008, nánar til tekið 30. maí, var Votlendis-
setur Landbúnaðarháskóla Íslands stofnað með sérstakri athöfn á
Hvanneyri þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði
skilti um setrið. Í ávarpi forsetans við það tækifæri sagði hann meðal
annars: ,,Ég vil ekki aðeins óska okkur öllum sem hér erum stödd og
Landbúnaðarháskóla Íslands til hamingju með nýja Votlendissetrið
heldur þjóðinni allri og hinu alþjóðlega fræðasamfélagi.” Ólafur
bætti síðan við að hér væri stigið upphafsskref á langri braut sem
tengja mundi saman krafta víða um heim. ,,Votlendið er fyrir jörðina
og lífríki hennar nánast eins og hjarta og lungu fyrir okkur mann-
fólkið.“
Votlendi landsins
Votlendi setur mikinn svip á íslenska náttúru og myndar samofið net
frá fjörum og leirum upp um ósa, ár og vötn til mýra og flóa. Vot-
lendi er mikilvægt búsvæði fugla, smádýra og plantna, og fjölmargar
tegundir byggja tilvist sína á því. Margvísleg ferli eiga sér stað í vot-
lendi, svo sem vatnsmiðlun, mómyndun og uppsöfnun sets. Sökum
þessara ferla hefur óraskað votlendi mikið gildi sem samofin eining
í landinu, sérstaklega hvað varðar vatns- og efnabúskap stærri lands-
lagseininga.
Á síðari hluta seinustu aldar tók votlendi hér á landi miklum
breytingum vegna framræslu og ræktunar mýra. Framræsla mýra
hefur verið búskap í mýrlendum sveitum lyftistöng og styrkt stoðir
Belgjarskógur og Neslandavík í Mývatnssveit. Fjær sér í Ytri-Neslönd.
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson.