Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 110
110 Borgfirðingabók 2009
Votlendin við Hvanneyri eru mikilvægir áningastaðir blesgæsa
á leið þeirra frá Skotlandi og Írlandi til vesturstrandar Grænlands.
Þessar sjaldgæfu gæsir eru í útrýmingarhættu, en stór hluti stofnsins
hefur viðkomu á Hvanneyri. Þetta er ein af mörgum ástæðum þess að
sótt hefur verið um að votlendissvæði Hvanneyrar verði viðurkennd
sem Ramsar-svæði.
Markmið Votlendisseturs LbhÍ:
• Verndun hinna einstöku votlendissvæða á Hvanneyri.
• Rannsóknir á lífríki og eðli votlendis.
• Rannsóknir tengdar endurheimt votlendis.
• Efla menntun á sviði votlendisfræða.
• Gera votlendissvæðin aðgengileg til útivistar og fræðslu.
• Þátttaka í alþjóðlegu rannsóknastarfi og samstarfi á sviði vot-
lendisfræða.
Lífríkið. Mikilvægi votlendissvæða felst meðal annars í frjó-
semi þessara kerfa og því að þau eru heimkynni fjölbreytts hóps
lífvera. Mikill fjöldi fuglategunda á sér griðland í votlendinu við
Hvanneyri, m.a. blesgæs, brandönd, æðarfugl, jaðrakan, óðinshani,
hrossagaukur og kría; alls um 5 tegundir fugla, og á góðum dögum
má sjá haförn sveima yfir svæðinu í leit af æti. Votlendunum fylgir
fjölbreytilegt gróðurfar, og á Hvanneyrarengjum er t.d. gulstör
ríkjandi, en engjarnar eru gott dæmi um votlendi sem nýtt voru til
slægna og beitar og útskýra að hluta staðsetningu Hvanneyrarstaðar
sem bændaskóla. Lífríki jarðvegsins er ennfremur afar fjölskrúðugt
og spennandi rannsóknaefni.
Fræðsla og menntun. Á næstu árum verður komið upp aðstöðu
til rannsókna og kennslu við Votlendissetur LbhÍ. Lagðir verða
sérstakir fræðslustígar til að auðvelda aðgengi, auk þess sem aðstaða
verður í sérstökum skýlum og innanhúss til að fylgjast með dýralífi
og til fyrirlestrahalds. Aðstaða verður til að taka á móti skólahópum
á öllum menntastigum, árið um kring. Ferðamenn verða velkomnir
til setursins. Þá verður ýmiss konar námskeiðshald mikilvægt í starfi
setursins, en aukin krafa um endurheimt votlendis og takmörkun á
röskun þess kallar á sérfræðiþekkingu víða í þjóðfélaginu.