Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 122
122 Borgfirðingabók 2009
Heiðarvígasaga getur um brú á Bjarnafossi
Í Heiðarvígasögu sem á að hafa gerst á öðrum tug hinnar elleftu aldar,
eða nánar tiltekið á árunum 1014 til 1018, þegar Húnvetningar riðu
nítján saman suður að Þórgautsstöðum í Hvítársíðu til að drepa þar
menn sem sjálfir höfðu ekkert gert á hluta þeirra. Þeir voru aðeins
frændur þeirra Hárekssona, en Hárekssynir voru Borgfirðingar, og
þeir drápu Hall son Guðmundar í Ásbjarnarnesi á Vatnsnesi úti í
Noregi nokkrum árum áður en sagan gerist, en fórust skömmu eftir
vígið við Jótlandsstrendur, svo að það var ekki hægt að hefna Halls á
vegendunum sjálfum.
Þetta finnst okkur nútímamönnum að vígaferlin séu nokkuð langt
sótt og komi ekki í réttan stað niður. Borgfirðingar eltu Húnvetninga
norður á Arnarvatnsheiði til að hefna fyrir Gísla Þórgautsson frá
Þórgautsstöðum er Húnvetningar höfðu drepið, en í Heiðarbardag-
anum fengu Borgfirðingar enn verri útreið, því þar misstu þeir átta
menn á móti þremur er þeir gátu banað.
Barði sem var annar sonur Guðmundar í Ásbjarnarnesi var fyrir-
liði fararinnar, enda honum málið skyldast, og eggjaður af móður
sinni, sendi tvo menn á brúna yfir Hvítá suður í Hálsasveit til að
njósna um hætti þeirra Þórgautsstaðamanna, og fóru þeir allt niður
að Hallvarðsstöðum, en Hallvarðsstaðir voru gegnt Þórgautsstöðum
sunnan Hvítár, nálægt því sem býlið Sudda var síðar reist, en er nú líka
í eyði, en var í byggð fram yfir síðustu aldamót. Hallvarðsstaðarúst-
irnar eru nú lítt finnanlegar, en þó munu kunnugir menn geta áttað
sig á þeim. Njósnararnir og svikararnir að norðan sem þóttust vera að
leita að strokuhestum fóru svo á vaði til baka svo að þeir gætu sem
fyrst komið fréttum til félaga sinna sem biðu þeirra á Síðufjalli.
Það er mörgum sinnum í Heiðarvígasögu minnst á brúna á
Bjarnafossi, eins og hann er þar nefndur og tekið fram að það hafi
verið steinbogi og staðið lengi síðan eins og komist er að orði. Þetta
orðalag segir eiginlega berlega að boginn hafi verið fallinn þegar
sagan er rituð, en talið er að hún hafi verið skrifuð á þrettándu öld.
Ef við berum nú þessa frásögn saman við þjóðsöguna kemur í
ljós að þær rekast ekki á, heldur þvert á móti styðja hvor aðra. Að
vísu segir sagan ekkert um hvernig brúin fór af, enda skiptir það ekki
miklu máli, en hún sannar það hvort tveggja að brúin var til og hitt að
brúin er burtu þegar á þrettándu öld.