Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 123
12Borgfirðingabók 2009
Sturlunga: Brú á Kláffossi
Næstu sagnir sem mér eru kunnar um brýr á Hvítá eru frá Kláffossi.
Í Sturlungu þar sem talað er um víg Snorra Sturlusonar í Reykholti
2. september 1241, er í sambandi við eftirmálin margtalað um brú
á milli Hurðarbaks og Síðumúla. Dróst þá fram til jóla að Órækja
sonur Snorra leitaði til hefnda eftir föður sinn, en Órækja bjó þá
að Reykhólum. Aðalliðsmaður hans að þessum málum var Sturla
frændi hans á Staðarhóli í Saurbæ. Riðu þeir suður yfir Bröttubrekku
á aðfangadag jóla með nær 00 manna lið og komu er rokkið
var í Norðurárdal. Skiptu þeir þar liðinu og fóru sjálfir með „átta
tigu manna, en öðru liði stefndu þeir til móts við sig til brúar“. Í
skýringum er þess getið að þetta sé til Hvítárbrúar, og ennfremur að
í landi Síðumúlaveggja gangi klappir fram í ána báðum megin og
renni hún þar í stokk sem ekki er nema 16 álnir. Tekið er og fram að
brúin hafi verið mjó, aðeins ætluð gangandi mönnum en ekki hestum.
Í þessu er sú skekkja að nú eru klappir þessar í Síðumúlalandi en ekki
Síðumúlaveggja, og hefir svo sennilega verið þá, því Síðumúli hefir
að sjálfsögðu alltaf verið höfuðbýlið, og eldra, og ólíklegt að það hafi
tekið land af aukabýlinu.
Klængur Bjarnason af Breiðabólstað, frændi Gissurar, var settur
til að gæta bús í Reykholti um veturinn og hafði hann hestvörð við
brú og öll vöð á Hvítá nema við Steinsvað, þar hafði eigi geymt
verið. Sennilega hefir vörðurinn brugðist því ólíklegt er að þar hafi
síður þurft að gæta en við hin vöðin, enda fóru þeir Órækja og Sturla
þar yfir á jólanóttina með allt lið sitt og heim á Reykholtsstað og tóku
Klæng og drápu hann á jóladagsmorgun, en gáfu öðrum mönnum
grið og tóku vopn þeirra.
Þá var Reykholtsstaður víggirtur eftir Snorra Sturluson svo ekki
hefir honum þótt friðvænlegt hin síðustu æfiár sín. Þeir Órækja fengu
stiga bæði að Grímsstöðum og Skáney, næstu bæjum við. Er því svo
að sjá að garðarnir hafi bæði verið háir og sterkir fyrst aðkomumenn
treystu sér hvorki til að klifra þá eða brjóta. Svo hafði Snorri og hin
frægu jarðgöng sér til öryggis út að húsabaki, en hvorugt þetta dugði
honum þó á deyjanda degi, þegar um líf hans eða dauða var að tefla.
Órækja hefir verið kunnugur í Reykholti og vitað hvers með þurfti,
og sannar þetta stigalán hans að vígið hefir verið sterkt.
Svo eftir að Órækja hefir elt Gissur austur í Skálholt með allt sitt
vestanlið og margt úr Borgarfirði og víðar að, án þess að ná hefndum,