Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 124
124 Borgfirðingabók 2009
mætast þeir síðar við Hvítárbrú til samninga um málin. Gissur hélt
sig þá á Hurðarbaki en Órækja í Síðumúla og mættust þeir við brúna,
og hafði Sigvarður Skálholtsbiskup meðalgöngu, en þeir voru báðir
Órækja og Sigvarður sviknir. Var þá kominn til sögunnar Kolbeinn
ungi úr Skagafirði til liðs við Gissur, og virðist hann ekki hafa bætt
um samninga. Mót þetta var ákveðið við brúna, eins og það er orðað,
en þegar þangað kom var Órækja svikinn suður fyrir brúna, ekkert
við hann samið, en fluttur sem fangi eða óbótamaður norður í land
fyrst, en sendur svo til útlanda. Þarna kemur fram réttarfar Sturlunga-
aldar, enda varð það örlagaríkt fyrir hina fámennu afskekktu þjóð og
hefir hún ekki enn í dag náð sér að fullu eftir þetta vandræðatímabil.
Kláfur og trébrú sem entist illa
Þessi dæmi nægja til að sanna það að brú var á Hvítá nálægt Síðumúla
á Sturlungaöld, en hve lengi brúin hefir verið þar er ekki hægt að vita.
Bæjarnafnið Brúarreykir, sem talið er fornt nafn, bendir til að brú
hafi verið á ánni þegar bænum var nafn gefið, sem hlýtur að hafa
verið löngu fyrr en þeir atburðir gerðust sem hér eru tilfærðir. Það
er eftirtektarvert að í framangreindum frásögnum er ekki minnst
á Kláffoss, enda telja síðari tíma menn að nafnið muni dregið af
kláfferju á ánni, en nær hún hefir verið þar er með öllu óvíst og eins
Fyrsta brúin á Kláffossi byggð á nútíma, 1893. Samskonar brýr voru reistar
á Flókadalsá 1894 og síðar samskonar brú á Langá á Mýrum. Mynd í eigu
Vegagerðarinnar í Borgarnesi.