Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 125
125Borgfirðingabók 2009
hve lengi hún var eða hvernig henni var fyrir komið. Gamlar sagnir
herma að járntolli hafi sést í berginu öðrumegin, áður en núverandi
brúarstöplar voru settir. [Um Kláffoss og brýr við hann er fjallað í viðtali við
Jón Blöndal í Borgfirðingabók 2007, bls. 77. Ritstj.]
Þetta hvort tveggja, brú og kláfferja, er athyglisverð framtaksemi
á þeim tíma. Sjálfsagt hefir hvort tveggja verið erfitt, miðað við tækni
tímanna. Enda þótt getið sé um það í Sturlungu, að aðeins 16 álna
bil sé milli klappanna, fer það nú eftir vatnsmagni árinnar hve breitt
er á milli og eru litlar líkur til að þetta hafi breyst til muna síðan.
Klappirnar eru vel heilar blágrýtisklappir og ekki uppnæmar fyrir
öllu. Það eru litlar líkur á að kláfur hafi haldist þarna við með því að
snerta vatn vegna hins mikla straums í þrengslunum. Hitt þarf líka
mikið til að halda honum á lofti ef hann hefir átt að bera nokkuð að
ráði, en hvernig sem þessu hefir verið komið fyrir er trúlegt að menn
hafi orðið að handlanga sig yfir.
Meðan brúin var á Sturlungaöld er helst að hugsa sér að sterk
tré tvö eða fleiri hafi verið sett yfir ána, en löng hafa þau þurft að
vera, því vatnið hækkar mjög mikið í ánni í vatnavöxtum og við það
vex brúarhafið allmikið vegna fláa á klöppunum, en brúin hefir alltaf
þurft að vera ofar í vatni, því annars hefði hún ekki hangið. Það að
menn á Sturlungaöld eða fyrr flyttu svona löng tré til landsins er ekki
fjarstæða að hugsa sér, þeir fluttu svo mikið af timbri hvort sem var
til húsagerðar. Hitt er svo spurningin: Hvað entust þessi tré lengi og
hve oft hefir þurft að endurnýja þau? Viðurinn í brúm nútímans endist
ekki lengi. Ef ég miða við þær trébrýr sem verið hafa hér í Borgarfirði
og nútímamenn hafa gert og þekkja til má nefna að Kláffossbrúin
gamla entist í 27 ár og var þá mjög af sér gengin og fúin og einhvers
staðar í blaðagrein kölluð „skjálfandi skelfing“. Brúin á Flókadalsá hjá
Steðja var sett á 1894 og rifin af sem alónýt 1933, eftir 39 ár. Og loks
brúin á Barnafossi byggð 1891, eins og ég kem síðar að, stendur að
vísu enn eftir 63 ár, en hefir verið áhyggjuefni vegfarenda um áratugi
og margviðgerð og næstum endurbyggð, en þó mun vera eitthvað af
viðum í henni enn frá fyrstu gerð. Vafalaust verður hún rifin á þessu
ári og hefir þar með lokið sínu þýðingarmikla hlutverki. Miðað við
þetta má ætla að þessi elsta brú á Kláffossi hafi þurft endurnýjunar
við og hefir ef til vill verið margendurbyggð. Er ekki óhugsandi að
þegar óstjórn, illdeilur og ójöfnuður Sturlungaaldarinnar fór að verka
fyrir alvöru og þjóðin var orðin ,,öðrum lögum háð“, skipalaus og
ósjálfbjarga, hafi landsmenn ekki fengið fluttan efnivið í brúna og