Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 129

Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 129
129Borgfirðingabók 2009 glötuð, en eftir því sem næst verður komist var brúin byggð fyrir frjáls samskot áhugamanna, það er betri bænda í Reykholtsdal og Hálsasveit. Ekki er ljóst hve dýr brúin var, en haldið er að hún hafi kostað um 1.800 krónur. Þetta er að vísu ótrúlegt nú á tímum, en ekki kenni ég mig mann til að fortaka það. Það er afar trúlegt að hér hafi verið haldið vel á fé, og ekkert er trúlegra en að vinna hafi beint verið lögð fram án reiknings og gæti vel hugsast að hún sé ekki þarna meðtalin. Brúarsmiður var Einar Guðmundsson bóndi á Hraunum í Skaga- firði, en hann var faðir Páls hæstaréttardómara eins og kunnugt er, og því afi Árna Pálssonar yfirverkfræðings á Vegamálaskrifstofunni, og er sonarsonur brúarsmiðsins þar með aðalverkfræðingur brúar- gerðanna í landinu nú til dags. Einari til aðstoðar sem smiður var hinn velþekkti borgfirski hagleiksmaður Árni Þorsteinsson frá Hofsstöð- um í Hálsasveit, síðar bóndi á Brennistöðum í Flókadal. Fljótt á litið sýnist einkennilegt að sækja bónda lengst norður í Skagafjörð til að smíða brúna, því margir smiðir hafa óefað verið nær, en til þess er sú ástæða trúleg að Skagfirðingar hafi verið á undan Sunnlendingum með brúargerðir og hann hafi því verið kunnugur þessum verkum þaðan að norðan, og sjáanlegt er að honum hefir farist það vel úr hendi, því brúin stendur enn þann dag í dag og margir eru búnir að losna við vosbúð og slys í Hvítá meðal annars fyrir vandvirkni Einars og framsýni og fórnfýsi áhugamannanna. Margar þúsundir manna og hesta hafa troðið brúna og margar tugþúsundir fjár. Lán og gifta hefir fylgt þessari djörfu hugmynd og allri framkvæmd hennar. Fyrsta brú á Kláffossi á nútíma Nú hlaupum við yfir tvö ár og kippum okkur um 20 kilómetra niður með ánni, og nemum staðar við Kláffoss og gerum okkur grein fyrir því sem þar hefir gerst. Veturinn áður en brúin [Hér er fjallað um gerð brúarinnar sem fullgerð var 1893. Núverandi brú er frá 1985. Sjá Borgfirðingabók 2007, bls. 77. Ritstj.] skyldi byggjast tóku bændurnir að sér að flytja grjótið í stöplana. Guðmundur á Lundum og Ólafur á Kaðalstöðum að norðanverðu. Drógu þeir það á klaka ofan úr Veggjahálsi og drógu vinnumenn þeirra sleðana. Gerðu þeir braut um haustið yfir flóann og má sjá merki þess enn eftir meira en sextíu ár, og grjótinu hlóðu þeir í hauga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.