Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 129
129Borgfirðingabók 2009
glötuð, en eftir því sem næst verður komist var brúin byggð fyrir
frjáls samskot áhugamanna, það er betri bænda í Reykholtsdal og
Hálsasveit. Ekki er ljóst hve dýr brúin var, en haldið er að hún hafi
kostað um 1.800 krónur. Þetta er að vísu ótrúlegt nú á tímum, en
ekki kenni ég mig mann til að fortaka það. Það er afar trúlegt að hér
hafi verið haldið vel á fé, og ekkert er trúlegra en að vinna hafi beint
verið lögð fram án reiknings og gæti vel hugsast að hún sé ekki þarna
meðtalin.
Brúarsmiður var Einar Guðmundsson bóndi á Hraunum í Skaga-
firði, en hann var faðir Páls hæstaréttardómara eins og kunnugt er,
og því afi Árna Pálssonar yfirverkfræðings á Vegamálaskrifstofunni,
og er sonarsonur brúarsmiðsins þar með aðalverkfræðingur brúar-
gerðanna í landinu nú til dags. Einari til aðstoðar sem smiður var hinn
velþekkti borgfirski hagleiksmaður Árni Þorsteinsson frá Hofsstöð-
um í Hálsasveit, síðar bóndi á Brennistöðum í Flókadal.
Fljótt á litið sýnist einkennilegt að sækja bónda lengst norður í
Skagafjörð til að smíða brúna, því margir smiðir hafa óefað verið
nær, en til þess er sú ástæða trúleg að Skagfirðingar hafi verið á undan
Sunnlendingum með brúargerðir og hann hafi því verið kunnugur
þessum verkum þaðan að norðan, og sjáanlegt er að honum hefir farist
það vel úr hendi, því brúin stendur enn þann dag í dag og margir eru
búnir að losna við vosbúð og slys í Hvítá meðal annars fyrir vandvirkni
Einars og framsýni og fórnfýsi áhugamannanna. Margar þúsundir
manna og hesta hafa troðið brúna og margar tugþúsundir fjár. Lán og
gifta hefir fylgt þessari djörfu hugmynd og allri framkvæmd hennar.
Fyrsta brú á Kláffossi á nútíma
Nú hlaupum við yfir tvö ár og kippum okkur um 20 kilómetra niður
með ánni, og nemum staðar við Kláffoss og gerum okkur grein fyrir
því sem þar hefir gerst.
Veturinn áður en brúin [Hér er fjallað um gerð brúarinnar sem fullgerð
var 1893. Núverandi brú er frá 1985. Sjá Borgfirðingabók 2007, bls. 77. Ritstj.]
skyldi byggjast tóku bændurnir að sér að flytja grjótið í stöplana.
Guðmundur á Lundum og Ólafur á Kaðalstöðum að norðanverðu.
Drógu þeir það á klaka ofan úr Veggjahálsi og drógu vinnumenn
þeirra sleðana. Gerðu þeir braut um haustið yfir flóann og má sjá
merki þess enn eftir meira en sextíu ár, og grjótinu hlóðu þeir í hauga