Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 136
16 Borgfirðingabók 2009
Sólheimasandi um 220 metrar og brúin á Grundarstokk í Skagafirði
um 12 metrar.
Hvítárbrúin er tveir bogar 51 metrar hvor og því einn stöpull í miðri
ánni. Sérstaklega var erfitt að koma fyrir miðstöplinum. Vatnsdýpi í
miðri ánni er rúmir þrír metrar miðað við venjulegt vatnsmagn. Er
stöpullinn grafinn 5,5 metra niður fyrir vatnsbotn og stendur stöpull-
inn þar á þéttu sand- og malarlagi. Járnplötuveggur er umhverfis allan
stöpulinn og 1,5 metra niður fyrir botn hans. Hæð stöpuls er tæpir 1
metrar, en hæð brúargólfs um miðja brú að botni miðstöðuls eru 18,6
metrar en að vatnsborði tæpir 10 metrar. Þyngd miðstöpuls er talin
1500 smálestir, og var notað í hann sem svarar til 4252 poka sements,
miðað við núverandi umbúðir, en í alla brúna um 7700 sekkir, svo
að meira fór af sementi í það sem enginn maður sér, sem er á kafi
í vatni, en hitt sem að upp úr stendur. Öll þessi steypa er um 1100
teningsmetrar, styrktarjárn í steypu eru 22000 kílógrömm. Þungi
allrar brúarinnar er talinn að vera um 2500 tonn. Burðarþol er talið
að hún beri 400 kílógrömm á hvern ferhyrningsmetra brúargólfs.
Brúin kostaði fullgerð tæplega 180 þúsund krónur og vegurinn
utan í hamrinum vestan brúar og fylling að brúarenda sunnan brúar
um 2 þúsund krónur, eða alls liðlega 200 þúsund krónur, og mátti þá
heita að áætlun um kostnaðinn stæðist alveg.
Áratuga draumur rættist
Hinn 1.nóvember 1928 var mannmargt við Ferjukot. Þar var meðal
annarra forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, og frú hans. Þann
dag var hin nýja glæsilega brú opnuð til umferðar formlega með
ræðuhöldum og gleðskap. Veður var ekki gott þann dag, bæði regn og
stormur, en þeim mun bjartara var í hugum manna; þá rættist áratuga
draumur í stóru og góðu byggðarlagi. Fáir atburðir hafa haft meiri
áhrif á samgöngumál héraðsins en einmitt þetta. Þann dag var lögð
niður lögferja í Ferjukoti eftir að hafa verið þar eftir því sem talið er
í 63 ár, og voru þá liðin um 800 ár frá því að sælubúið var gefið að
Bakka (Ferjubakka) af hjónunum Tanna og Hallfríði.
Brúarsmiður við Hvítárbrúna var Sigurður Björnsson, sá sami
og byggði Kláffossbrúna 1920. Hvítárbrúin ber handbragði hans og
smekkvísi órækt vitni. Heyrt hef ég til dæmis kunnugan og dómbæran
mann segja að enginn nema Sigurður Björnsson hefði getað gert