Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 137
17Borgfirðingabók 2009
ísbrjótinn á miðstöpulinn svo sem hann er gerður, svo smekklega og
vænlega. Trúlegt þætti mér að enginn Íslendingur hefði leyst þessa
þraut svo farsællega og fallega.
Yfirverkfræðingur við verkið var Árni Pálsson yfirverkfræðingur
vegagerðanna. En aðalyfirumsjón og framkvæmdir hvíldu vitanlega
á vegamálastjóranum Geiri G. Zöega. Efast ég ekki um að hann hefir
lagt í þetta mannvirki geysimikla vinnu. Til dæmis var ég með honum
heilan dag haustið 1927 er hann sjálfur mældi alla aðstöðu við brúna
til frekari tryggingar ofan á allar aðrar mælingar áður gerðar. Var
hann þá ýmist uppi á háklettum, niður í flæðarmáli, á veginum sem
þá var verið að gera, úti á á eða sunnan ár, eins og hann hefði ekki um
annað að hugsa, sem mun þó hafi verið margt eins og vitað er bæði
fyrr og síðar.
Þó að margt mætti enn um Hvítárbrú segja þá læt ég þetta þó nægja
í bili. Ég kem ef til vill að því á öðrum stað.
Brúin hjá Kalmanstungu
Ein brú á Hvítá er enn ótalin. Það er brúin hjá Kalmanstungu, en
um hana er fátt að segja. Það er eins og víðar gamall draumur. Fyrir
um það bil aldarfjórðungi voru uppi háværar óskir um brú þarna.
Vitanlega komu þær óskir fyrst og fremst frá Kalmanstungumönnum,
en Kalmanstunga var einangrað býli í vatnavöxtum og alveg sam-
göngulaust, með sitt stórvatnið á hvora hönd, Hvítá og Geitá að
sunnan, en Norðlingafljót að norðan, en heiðalönd og jöklar í baksýn.
Gat það fólk því ekki náð til neinna manna tímum saman hvað sem
við lá, því ekkert annað býli er nú á þessu svæði.
Kalmanstungumenn nutu samúðar og skilnings ýmissa ráðandi
manna um brúargerð, enda þótt framkvæmdir drægjust svona lengi,
enda hafa þeir setið þetta fjallabýli af framúrskarandi myndarskap
mann fram af manni um langa tíð.
Um 1930 var byrjað á brúargerð og hófu bændurnir sjálfir stöpla-
gerðina, þó ekki á sinn kostnað, en sú byrjun misheppaðist og tafði
það fyrir frekari framkvæmdum. Nokkru síðar, um 1942, var aftur
tekið til og byggð göngubrú á ána. Mun Knútur Zimsen, fyrrverandi
borgarstjóri í Reykjavík, hafa átt drýgstan þátt í að koma því áleiðis,
enda lagði hann fram nokkurt fé. Svo einföld var þessi brú í fyrstu að
stigar voru við brúarendana til að klifra upp og ofan, en fljótlega var