Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 146
146 Borgfirðingabók 2009
sem skólastjóri tók Kristján Þ. Gíslason, áður skólastjóri að Laugum.
Haustið 1997 hafði Jón Þ. Björnsson sagt starfi sínu lausu og í hans
stað var ráðinn Hilmar Már Arason. Skólaárið 2003-04 fór Kristján í
námsleyfi, Hilmar Már leysti hann af og réð Lilju S. Ólafsdóttur sem
aðstoðarskólastjóra.
Árið 2001 varð skólinn einsetinn. Í kjölfar einsetningarinnar var
nemendum boðið upp á heita máltíð í hádeginu. Samið var við Hótel
Borgarness um að annast þá þjónustu.
Árið 1908 þegar skóli var stofnaður í Borgarnesi var Borgarnes hluti
af stærra sveitarfélagi, Borgarhreppi. Íbúar þorpsins voru 94 og fjöldi
nemenda var 17. Í dag er Borgarnes, líkt og 1908,
hluti af stærra sveitarfélagi, Borgarbyggð. Íbúar í
Borgarnesi eru um 1900 og íbúar Borgarbyggðar um
700. Í sveitarfélaginu eru starfræktir sex leikskólar,
fjórir grunnskólar, tónlistarskóli, einn menntaskóli
og tveir háskólar. Nemendur í skólanum eru 29.
Þessi 100 ár sem barna- og unglingafræðsla hefur
verið með föstu sniði í Borgarnesi hefur skólahaldið
einkennst af vilja stjórnenda og starfsfólks til að
vinna verk sín af alúð og þau verið ótrauð til að hella
sér út í nýbreytni og þróunarstörf með hag nemenda
að leiðarljósi.
Gleym-mér-ei, skólablóm skólans, valið af nemendum og starfsfólki á haust-
dögum 2004.
Heimildaskrá
Loftur Guttormsson. (Ritstj.). (2008). Almenningsfræðsla á Íslandi 1880 – 2007. Reykjavík:
Háskólaútgáfan.
Finnur Torfi Hjörleifsson. (2006). Frábær kennari og mjög góður stjórnandi. Í Finnur Torfi
Hjörleifsson (Ritstj.), Borgfirðingabók (bls. 134-138). Borgarnes: Sögufélag Borgarfjarðar.
Guðmundur Sigurðsson. (2004). Leikstjórinn Freyja Bjarnadóttir. Í Finnur Torfi Hjörleifsson
(Ritstj.), Borgfirðingabók (bls. 151-152). Borgarnes: Sögufélag Borgarfjarðar.
Hervald Björnsson (án ártals). Annálar. Óútgefið handrit
Jón Helgason. (1967). Hundrað ár í Borgarnesi. Reykjavík: Iðunn.
Snorri Þorsteinsson. (2009). Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu. (Handrit) Akranes:
Uppheimar.