Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 148
148 Borgfirðingabók 2009
fyrirtækjum, félögum og einstaklingum úr héraðinu. Aðstaða er
fyrir þá sem vinna þurfa í skjölum Héraðsskjalasafnsins í lessal
Safnahúss.
Í lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66 frá 27. júní 1985 segir að
skjöl séu „hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að
geyma upplýsingar og orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar
eða einstaklings hvort sem um er að ræða skrifleg gögn, uppdrætti,
ljósmyndir, filmur, örglærur, hljóðupptökur, gataspjöld, segulbönd
eða önnur hliðstæð gögn“.
Héraðsskjalasafnið lýtur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands
og fer aðgangur að skjölum eftir upplýsingalögum, stjórnsýslulögum,
lögum um persónuvernd og öðrum þeim lögum sem eiga við um
ákveðna skjalaflokka. Oftast eru skjöl sveitarfélaga opin almenningi
eftir að meðferð þeirra er lokið. Fyrst og fremst eru það skjöl sem hafa
að geyma einkamálefni einstaklinga sem eru lokuð. Dæmi um slík
skjöl eru skjöl barnaverndarnefnda, einkunnir og sálfræðiskýrslur, en
þau gögn eru einungis opin einstaklingnum sjálfum fyrstu 80 árin.
Myndin er tekin á búnaðarnámskeiði á Hvanneyri 1914. Talið frá vinstri:
Jóhann Magnússon frá Glerárskógum, bóndi á Hamri í Borgarhreppi, Kristinn
Guðmundsson, Magnús Sigurðsson frá Kálfalæk í Hraunhreppi, Guðmundur
Jónsson á Hvítárbakka, Sigurður Halldórsson trésmiður í Reykjavík, mun hafa
verið á Hvanneyri við smíðar, Sigurður Gíslason íþróttakennari, síðar bóndi á
Hamraendum í Stafholtstungum og Jóhannes Erlendsson bóndi á Sturlureykjum
í Reykholtsdal. Ljósmyndari er ókunnur.