Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 162
162 Borgfirðingabók 2009
setning Snorrastofu standi rannsóknarstarfsemi hennar fyrir þrifum.
Stofnunin sinnir vissulega, eins og alþjóð veit, miðlun til ferðamanna
í Reykholti, t.d. með sýningum og leiðsögn, en meginorkan fer í
uppbyggingu hinnar háskólatengdu starfsemi. Hiklaust má fullyrða
að staðsetning Snorrastofu á hinum sögufræga stað hjálpi frekar til
heldur en hitt við að skapa henni nafn erlendis og styrkja alþjóðleg
bönd. Drifkraftur starfseminnar er náin samvinna við skyldar mennta-
og rannsóknarstofnanir hér heima og erlendis. Þessi samvinna hefur
styrkt ímynd Snorrastofu, enda hefur mikill fjöldi innlendra sem
erlendra fræðimanna komið í Reykholt á umliðnum árum, ýmist til
að taka þátt í rannsóknarverkefnum, sitja ráðstefnur Snorrastofu eða
dvelja í fræðimannsíbúðum við störf sín.
Snorrastofa nýtur sín vel í því umhverfi, sem einkennir heim rann-
sókna nútímans. Aðstaða í húsnæði stofnunarinnar hentar vel fyrir
fyrirlestra- og ráðstefnuhald, auk þess sem boðið er upp á þrjár íbúðir
og stúdíó-herbergi fyrir gestkomandi fræðimenn í Snorrastofu. Hús-
næði gamla Héraðsskólans í Reykholti, sem einnig er í umsjá stofn-
unarinnar, er vel notað í þessu samhengi, en þar eru stúdíó-herbergin
auk ráðstefnusalar og fundaraðstöðu. Þá er á staðnum veglegt heils-
árshótel, Fosshótel Reykholt, með gisti- og samkomurými fyrir
nokkurn fjölda fólks. Hótelið er mikilvæg forsenda rannsóknarstarfs
Snorrastofu, enda gerir það stofnuninni kleift að bjóða fólki í Reykholt
til rannsókna og funda. Í Snorrastofu er síðan góð vinnuaðstaða fyrir
fræðimenn, bæði í aðalbyggingu stofnunarinnar og húsnæði gamla
Héraðsskólans, og 40.000 binda bókasafn, sem hefur að geyma ýmis
höfuðrit íslenskra og evrópskra miðaldafræða.
Margir átta sig ekki á hvernig alþjóðleg rannsóknarverkefni á
sviði forníslenskra fræða eru stunduð, og sumir vilja bara ekki trúa
því að rannsóknum í þessum efnum sé sinnt um heim allan. Og svo
kann að koma einhverjum á óvart að það þarf enga sérstaka „útrás“
í þessum efnum enda gæði „vörunnar“ þvílík að engin nauðsyn er á
að auglýsa hana sérstaklega. Að vissu leyti má fullyrða að erlendir
fræðimenn hafi þurft að hafa býsna mikið fyrir því að komast í þá
veislu sem forníslensk fræði svo sannarlega er. Íslendingar hafa
heldur ekki verið alltof duglegir við að styðja við bakið á erlendum
fræðimönnum, og hið sama gildir um þá íslensku sem búa utanlands.
Sem betur fer búum við yfir stofnun sem veitir sendikennurum
faglegan stuðning, þ.e. Stofu Sigurðar Nordals hjá Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum.