Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 163
16Borgfirðingabók 2009
Íslendingum er hollt að hafa í huga að íslensk menning er svo
sannarlega ekkert einkamál þeirra, sérstaklega þau menningarverð-
mæti sem teljast mikilvægur þáttur í menningarsögu heimsins alls.
Fyrir íslenska fræðimenn hefur því miður tekið sinn tíma að viður-
kenna þá erlendu, sem margir hverjir hafa reynst afar öflugir á sviði
forníslenskra fræða. Auðvitað þarf afburðafólk til að leggja það á
sig að tileinka sér íslenskt mál að fornu og í raun athyglisvert hversu
margir erlendis eru tilbúnir til að leggja það á sig. Lykillinn að starf-
inu í Snorrastofu er að virkja þetta fólk og stuðla að samvinnu þess
og íslenskra fræðimanna. Snorrastofa er í raun í kjörstöðu í þessu
samhengi, og verkefnaskrá undanfarinna 10 ára og þátttaka innlendra
sem erlendra fræðimanna sýnir það á óyggjandi hátt.
Snorrastofa er rannsóknarstofnun sem velur sér og skipuleggur
verkefni, útvegar síðan fjármagn í samvinnu við aðra, og fær svo
til liðs við sig fræðimenn sem allteins geta starfað þar sem þeir eiga
heima. Í þessu samhengi hefur Snorrastofa gert formlega samstarfs-
samninga við Þjóðminjasafn Íslands, Hugvísindastofnun Háskóla
Íslands og Háskólann í Bergen í Noregi. Þá bíður undirritunar samn-
ingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Snorra-
stofa er ekki „rannsóknarstofa“ þar sem starfa að að staðaldri margir
fræðimenn við rannsóknir og skrif. Fræðimenn með fasta starfsstöð
í Reykholti eru engu að síður eins og stendur þrír talsins, tveir á
launum hjá Snorrastofu og einn sem fjármagnar sig sjálfur. Þá er
Snorrastofa með einn fræðimann í fullri stöðu í Lundúnum og einn
í tímavinnu Reykjavík. Vegna fjölda og stærðar verkefnanna var
ráðinn til stofnunarinnar haustið 2006 sérstakur háskólamenntað-
ur verkefnisstjóri rannsókna í fullt starf. Fólki er haldið að verki í
gegnum verkefnisstjórn og með hjálp tölvusamskipta, t.d. með
tölvupósti eða með notkun sérstakra vefsvæða, auk þess sem staðið
er fyrir ráðstefnum og fundum. Þetta fyrirkomulag hefur marga kosti,
sbr.:
1. Unnið er að verkefnum sem eru Reykholti og þá um leið öllum
Íslendingum mikilvæg.
2. Ungt fræðafólk er fengið til að velja sér verkefni er skipta máli
fyrir Snorrastofu. Þeim meistara- og doktorsnemum á sviði mið-
aldafræða hefur fjölgað sem velja sér verkefni út frá forsendum
Reykholts og alls Borgarfjarðar.