Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 163

Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 163
16Borgfirðingabók 2009 Íslendingum er hollt að hafa í huga að íslensk menning er svo sannarlega ekkert einkamál þeirra, sérstaklega þau menningarverð- mæti sem teljast mikilvægur þáttur í menningarsögu heimsins alls. Fyrir íslenska fræðimenn hefur því miður tekið sinn tíma að viður- kenna þá erlendu, sem margir hverjir hafa reynst afar öflugir á sviði forníslenskra fræða. Auðvitað þarf afburðafólk til að leggja það á sig að tileinka sér íslenskt mál að fornu og í raun athyglisvert hversu margir erlendis eru tilbúnir til að leggja það á sig. Lykillinn að starf- inu í Snorrastofu er að virkja þetta fólk og stuðla að samvinnu þess og íslenskra fræðimanna. Snorrastofa er í raun í kjörstöðu í þessu samhengi, og verkefnaskrá undanfarinna 10 ára og þátttaka innlendra sem erlendra fræðimanna sýnir það á óyggjandi hátt. Snorrastofa er rannsóknarstofnun sem velur sér og skipuleggur verkefni, útvegar síðan fjármagn í samvinnu við aðra, og fær svo til liðs við sig fræðimenn sem allteins geta starfað þar sem þeir eiga heima. Í þessu samhengi hefur Snorrastofa gert formlega samstarfs- samninga við Þjóðminjasafn Íslands, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólann í Bergen í Noregi. Þá bíður undirritunar samn- ingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Snorra- stofa er ekki „rannsóknarstofa“ þar sem starfa að að staðaldri margir fræðimenn við rannsóknir og skrif. Fræðimenn með fasta starfsstöð í Reykholti eru engu að síður eins og stendur þrír talsins, tveir á launum hjá Snorrastofu og einn sem fjármagnar sig sjálfur. Þá er Snorrastofa með einn fræðimann í fullri stöðu í Lundúnum og einn í tímavinnu Reykjavík. Vegna fjölda og stærðar verkefnanna var ráðinn til stofnunarinnar haustið 2006 sérstakur háskólamenntað- ur verkefnisstjóri rannsókna í fullt starf. Fólki er haldið að verki í gegnum verkefnisstjórn og með hjálp tölvusamskipta, t.d. með tölvupósti eða með notkun sérstakra vefsvæða, auk þess sem staðið er fyrir ráðstefnum og fundum. Þetta fyrirkomulag hefur marga kosti, sbr.: 1. Unnið er að verkefnum sem eru Reykholti og þá um leið öllum Íslendingum mikilvæg. 2. Ungt fræðafólk er fengið til að velja sér verkefni er skipta máli fyrir Snorrastofu. Þeim meistara- og doktorsnemum á sviði mið- aldafræða hefur fjölgað sem velja sér verkefni út frá forsendum Reykholts og alls Borgarfjarðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.