Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 164
164 Borgfirðingabók 2009
3. Margir fræðimannanna hafa útvegað fjármagn til rannsókna sjálfir
í samvinnu við Snorrastofu. Þannig eru samnýttar þær leiðir sem
færar eru við öflun fjár.
4. Helsti fjárhagsstuðningurinn við einstök verkefni kemur fram í
vinnu þeirra fræðimanna, sem eru á launum hjá öðrum stofnunum,
en vinna í samræmi við rannsóknaráætlanir Snorrastofu og sam-
starfsaðila stofnunarinnar. Þessi kostnaður, sem í raun er sá mesti
í öllu þessu samhengi, kemur í yfirleitt hvergi fram.
Snorrastofa tekur bæði til umfjöllunar söguleg og fræðileg efni
með útgáfu bóka, almennu ráðstefnuhaldi, fundum, námskeiðum,
kynningarkvöldum, þ. e. viðburðum sem ekki tengjast með beinum
hætti einstökum rannsóknarverkefnum, heldur Snorra og sögu staðar-
ins að öðru leyti. Þessi starfsemi ásamt góðri aðstöðu og starfsmönn-
um stofnunarinnar býr til þann ramma sem nauðsynlegur er starfsem-
inni.
Snorrastofa hefur fram til þessa haft frumkvæði að eða tekið þátt í
ýmsum alþjóðlegum og þverfaglegum rannsóknarverkefnum, öllum
í samvinnu við norræna háskóla og rannsóknartengslanet. Fjölmargar
greinar með niðurstöðum rannsókna hafa birst í tímaritum og bók-
um, en auk þess hefur Snorrastofa sjálf á sl. 7 árum gefið út fimm
vísindarit og eru fleiri slík verk væntanleg á næstu misserum.
Af ýmsu er að taka þegar fræðatengd verkefni í Snorrastofu eru rak-
in. Stærsta verkefni undanfarinna ára var vitaskuld fornleifarannsókn-
in á gamla bæjarstæðinu og miðaldakirkjunum í Reykholti á vegum
Þjóðminjasafns Íslands undir stjórn Guðrúnar Sveinbjarnardóttur
fornleifafræðings. Snorrastofa kom fyrst og fremst að fjáröflun og ann-
arri praktískri aðstoð á meðan á rannsóknum stóð á árunum 1998 til
2007, en allt frá því í nóvember 2007 hefur Guðrún verið starfsmaður
Snorrastofu, og er stefnt að útgáfu tveggja bóka um þessar mikilvægu
rannsóknir. Stórt og mikið þverfaglegt verkefni var síðan þróað út
frá fornleifarannsókninni árið 1999, hið sk. Reykholtsverkefni, und-
ir forystu Háskóla Íslands, Þjóðminjasafns og Snorrastofu. Öxullinn
sem allt snérist um var fornleifarannsóknin í Reykholti, en þar fyrir
utan var reynt var að gera sér grein fyrir veðurfari, gróðurfari, búskap,
menntun og mörgu fleira á svæðinu á miðöldum. Markmiðið var, eins
og segir í markmiðssetningu verkefnisins, að