Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 165
165Borgfirðingabók 2009
„...varpa ljósi á valdasamþjöppun á þjóðveldistíma, tilurð pólitískra
og kirkjulegra miðstöðva og tengsl þessa við landsnytjar, byggðar-
þróun og bókmenntasköpun. Reykholt í tíð Snorra Sturlusonar var
kjarninn í rannsókninni, og kannaðar voru norrænar og vesturevrópsk-
ar hliðstæður. Áformað var að gera þetta með því að sameina
rannsóknir á sviði hugvísinda, félagsvísinda og raunvísinda.“
Reykholtsverkefnið er þverfaglegt og alþjóðlegt. Er vafasamt að
nokkurn tíma hafi verið efnt til verkefnis af slíku tagi hérlendis með
þátttöku jafnmargra fræðimanna úr jafnmörgum ólíkum greinum.
Fræðimenn í bæði náttúru- og hugvísindum hafa lagt saman krafta sína
í þessu verkefni. Rannsóknin var því þverfagleg, í fyllstu merkingu
þess orðs, ekki fjölfagleg, allur hópurinn spurði sameiginlegra spurn-
inga og vinnur saman. Fræðimennirnir sem lögðu saman krafta sína
sóttu hugmyndir, vitneskju og örvun hver til annars og mynduðu sam-
virkt teymi um þessa rannsókn.
Meðal áhugaverðra þátta Reykholtsverkefnisins eru rannsóknir á
fornum götum í nágrenni Reykholts, Reykjaholtsmáldaga, sem er
elsta skjal sem varðveist hefur á norrænu máli, ritmenningu í evrópsku
samhengi, hinni fornu höfn að Hvítárvöllum o.s.frv. Snorrastofa hafði
sérstaka forgöngu um þann hluta Reykholtsverkefnisins, sem lýtur að
tengslum sagnaritunar, fornleifarannsóknanna og evrópskrar miðalda-
menningar. Vinna við þann hluta hófst árið 2001 og lauk árið 2006.
Búið er að gefa út tvær bækur með niðurstöðum og eru tvær á leiðinni.
Fyrri bókin, Snorra Edda – í íslenskri og evrópskri menningu, fjallar
um Snorra Eddu sem heimild um norræna goðafræði, evrópskt sam-
hengi og tengsl við bókmenningu miðalda. Seinni bókin, Frá texta til
áþreifanlegrar menningar, fjallar um hvernig Reykholt birtist í texta
og öðrum efnislegum heimildum. Varpað er ljósi á viðfangsefnið
með fjölbreyttum hætti. Báðar þessar bækur eru að mestu tilbúnar í
handriti. Þessar rannsóknir hafa haft mikla þýðingu fyrir rannsóknir
á bókmenningu tengdri Snorra.
Annar mikilvægur þáttur Reykholtsverkefnisins laut að Reykholti
sem kirkjumiðstöð á miðöldum. Haldinn var alþjóðlegur vinnufundur
í Reykholti . október 2002 um kirkjumiðstöðvar. Reykholt var einn
hinna helstu staða Íslands í kirkjulegri merkingu þess orðs. Ræddur
var tilgangurinn með hinum elstu og stærstu stöðum, en vonast er til
að könnun á sögu staðanna og erlendur samanburður geti auðveldað