Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 166
166 Borgfirðingabók 2009
mönnum að svara þessu. Erindi vinnufundarins gaf Snorrastofa síðan
út í bókinni Church Centres. Niðurstaðan vakti töluverða athygli og
styrkti þá mynd sem við höfum af Reykholti Snorra.
Ýmislegt fleira hefur verið gert í Snorrastofu á fræðasviðinu sl.
10 ár. Nægir þar að nefna nokkur málþing, t.d. um dróttkvæði, fagur-
fræði lista, hlutverk trúarkvæða á fyrri tíð, miðlun fornminja og sögu-
legar skáldsögur. Þá var haldið í Snorrastofu rannsóknarnámskeið
doktorsnema frá öllum Norðurlöndunum á sviði miðaldafræða um rit-
menningu miðalda í þverfaglegu ljósi. Einnig er rétt að vekja athygli
á stöðugu námskeiðahaldi Snorrastofu í samvinnu við Landnámsetur
Íslands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands.
Núverandi rannsóknir Snorrastofu varða flestar Snorra Sturluson
sérstaklega, beint eða óbeint. Stofnunin hefur hrint af stað rann-
sóknarverkefni um norræna goðafræði. Verkefnið er gríðarlega
viðamikið, og koma margir helstu fræðimenn greinarinnar, bæði ís-
lenskir og erlendir, að vinnslu þess. Markmiðið er að gefa út 6 til
9 binda yfirlitsrit um norræna goðafræði þar sem gerð verður grein
fyrir öllum helstu heimildum um viðfangsefnið, þ. e. fornleifum,
örnefnum og rituðu máli. Ennfremur verður gerð ítarleg grein fyrir
helstu rannsóknum fræðimanna um efnið, en slíkt felur í sér bæði
rannsóknarsögu greinarinnar, umfjöllun um allar helstu kenningar og
rannsóknarniðurstöður sem komið hafa fram um norræna goðafræði,
einkum á síðustu áratugum.
Vinna úr hinum umfangsmiklu niðurstöðum hins fyrrgreinda
Reykholtsverkefnis er komin vel á veg. Tveir fræðimenn hafa ver-
ið ráðnir til starfans og eru ritstjórar þau Helgi Þorláksson prófess-
or við Háskóla Íslands, Guðrún Gísladóttir prófessor í landafræði
við Háskóla Íslands og Guðrún Sveinbjarnardóttur verkefnisstjóri
fornleifarannsókna í Reykholti. Markmiðið að gefa út heildar-
niðurstöður í einu verki, samþætta sem mest og gera þetta lokaverk
sem þverfaglegast. Þetta yrði fyrsta rit sinnar tegundar hérlendis, að
því er telja verður, þar sem stefnt væri að svo þverfaglegri samþætt-
ingu. Guðrún Sveinbjarnadóttir vinnur síðan sérstaklega að úrvinnslu
fornleifarannsókna í Reykholti, og er stefnt að útgáfu tveggja bóka
með rannsóknarniðurstöðum, annars vegar um bæjarhólinn og notkun
hveraorku og hins vegar um hið forna kirkjustæði.
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að nýju þverfaglegu verkefni
um sel Reykholts í Borgarfirði með megináherslu á sel í tíð Snorra