Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 167
167Borgfirðingabók 2009
Sturlusonar. Markmiðið er að rann-
saka náttúrulegar forsendur selja-
búskapar sem og félags- og efna-
hagslegar forsendur. Þá verður metið
hversu mikilvægur seljabúskapur
var fyrir þá kirkju- og valdamiðstöð
sem Reykholt var, ekki síst í tíð
Snorra Sturlusonar. Áhersla er lögð
á að rannsaka vistfræði umhverfis í
nágrenni selja, sem víst þykir eða
líklegt er að Reykholt hafi átt í tíð Snorra, í þeim tilgangi að meta
hverjar voru forsendur seljabúskapar. Enn fremur verða rannsakaðar
heimildir um búsetu og nýtingu selja, svo og fornminjar, til að hægt
sé að meta umfang seljabúskaparins og tengja veldi Snorra Sturluson-
ar í Reykholti. Verkefnið er unnið undir forystu Guðrúnar Gísladóttur
í samvinnu við Snorrastofu og fleiri stofnanir.
Tveir starfsmanna Snorrastofu sinna einnig eigin rannsóknum.
Sem norrænt menningar- og miðaldarsetur hefur Snorrastofu frá
byrjun verið ætlað að styrkja tengsl íslenskrar og norskrar menningar.
Verkefnisstjórinn, Evy Beate Tveter, hefur hafið rannsókn í þeim
anda, en hún hefur samhliða störfum sínum sem verkefnisstjóri hafið
rannsókn á þróun á íslenskri setningarfræði á síðmiðöldum ásamt
því að bera þetta ferli saman við þróun norskunnar á sama tíma.
Verkefnið er afar áhugavert með hliðsjón af hvernig fonnorræna
varð að tveimur tungumálum, norsku og íslensku. Höfundur þessarar
greinar fæst hins vegar aðallega við rannsóknir á notkun vísna í
fornaldarsögum Norðurlanda, en Njáls saga, Þiðreks saga af Bern,
Hænsa-Þóris saga og erlendar þýðingar á Völuspá hafa einnig verið
viðfangsefni hans undanfarin misseri. Þess ber einnig að geta að
Óskar Guðmundsson, sem er sjálfstætt starfandi fræðimaður og rann-
sóknarfélagi Snorrastofu, hefur undanfarin ár setið í Snorrastofu og
ritað ævisögu Snorra Sturlusonar.
Fleiri verkefni eru í farvatninu hjá Snorrastofu, og verður farið
af stað með vinnslu þeirra þegar tekist hefur að fjármagna þau.
Snorrastofa, Háskóli Íslands, University of Western Ontario í Kanada
og Landnámssetrið í Borgarnesi stefna á starfrækslu alþjóðlegrar
„vinnustofu“ eða work-shop um Egils sögu í Reykholti. Markmiðið er
að bjóða þangað hópi þekktra erlendra rithöfunda, miðaldafræðinga
Reykholtskirkja.