Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 168
168 Borgfirðingabók 2009
og bókmenntafræðinga til að fjalla um söguna, ræða um stöðu hennar
í heimsbókmenntasögunni og leiðir til að koma henni á framfæri
við stærri og fjölbreyttari lesendahóp en hún hefur náð til fram að
þessu. Í hópnum eru auk þess íslenskir fræðimenn sem unnið hafa að
rannsóknum á Eglu á liðnum árum. Þá er einnig unnið að undirbúningi
á útgáfu Ketilsbókar Egils sögu Skalla-Grímssonar, þ. e. texta hennar
með fræðilegum inngangi.
Þriðja málfræðiritgerðin og ævihlaup Ólafs Þórðarsonar hvíta-
skálds, sem bjó í Stafholti og á Borg, og saga Bæjar í Bæjarsveit eru
einnig verkefni sem Snorrastofa hefur áhuga á í fjarlægri framtíð. Þá
kemur einnig til greina að unnið verði að skoðun Sólarljóða, samspili
miðaldatungumálanna við Norður-Atlantshaf, ferilsins frá sagnaritun
til skáldsögu o.s.frv. Af nógu er að taka.
Að lokum
Ekki má gleyma í þessari umfjöllun um fræðastarf Snorrastofu að
nokkrir starfsmanna stofnunarinnar annast þjónustu við ferðamenn
og áhugafólk um sögu og bókmenntir, auk þess sem stofnunin er með
starfsfólk í útiverkum. Viðfangsefnin eru því fjölmörg, en unnið er út
frá heildarsamhenginu í Reykholti og nágrenni, en sá mikli áhugi sem
verið hefur á staðnum á undanförnum árum er einungis upphafið að því
sem koma skal. Efnahagskreppan setur vissulega strik í reikninginn,
en það er trú okkar í Snorrastofu að í þeirri forgangsröðun sem nú á
sér stað í þjóðfélaginu muni þjóðmenningarleg og gjaldeyrisskapandi
starfsemi eins og Snorrastofa ekki þurfa að draga saman seglin að
verulegu leyti.
Allt Reykholt er því hagsmunamál Snorrastofu, þ.e. svæðið með
skógi, göngustígum, gömlu kirkjunni, gamla Héraðsskólanum, hver-
um, túnum og fornminjum. Í raun er um að ræða stórt minjasafn án
veggja, eða það sem nefnt er ‚friluftsmuseum‘ á norrænum málum.
Snorrastofa stuðlar að aukinni fjölbreytni í samfélagi sínu með
lifandi starfsemi allt árið, enda er vonast til að hægt verði með tíð og
tíma að styrkja enn frekar miðlunina með áhugaverðum sýningum og
frágangi óvenju merkilegra fornleifa.