Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 174
174 Borgfirðingabók 2009
Einnig sviðsmynd og viðeigandi muni. Oftast var aðeins ein sýning
á hverri uppfærslu, en þó munu e.t.v. hafa verið undantekningar frá
því. Eftir að Þorsteinn Kristleifsson fluttist að Gullberastöðum fékkst
hann eitthvað við að segja mönnum til á sviði. Til er saga af því að
maður nokkur sem ekki gerði greinarmun á i-i og e-i skyldi leika
Bjarna á Leiti í Manni og Konu. Þorsteinn sagði að hann mætti gjarn-
an vera dálítið flámæltur í þessu hlutverki, en hinn kvaðst með engu
móti geta það! Að sögn Önnu frá Múlakoti gekk Ingimundur Ásgeirs-
son á Reykjum á undan í öllu leiklistarstarfi um langt skeið, en margir
fleiri komu þar við sögu.
Eftir að farið var að halda jólasamkomurnar í Brautartungu munu
oftast hafa verið settir á svið heimagerðir leikþættir, a.m.k. þegar á
leið. Var Petra Pétursdóttir á Skarði liðtæk við að semja slíkt efni og
síðar Skálpastaðabræður, Þorsteinn og Guðmundur Þorsteinssynir.
Fleiri lögðu þar hönd á plóg. Á annan í jólum 1962 var sýnd revía
eftir þá bræður sem að endingu hlaut nafnið Bylting í Borgarfirði. Þar
höfðu Borgfirðingar brotist undan valdi íslenska ríkisins og stofnað
nýtt. Kolbeinn Málbeins var þar forsætisráðherra, en Auðbjörn Fé-
steins fjármálaráðherra, og fleiri persónur komu þar við sögu. Stofnuð
var nektarnýlenda á Hvítárvöllum, en annars voru höfuðstöðvar
ríkisstjórnarinnar í Mávahlíð. Fréttastofan var að sjálfsögðu í Bæ í
Bæjarsveit, en símstöðin á Skarði og Vorfrúarkirkja á Lundi. Þessi
revía var síðan endursýnd í Brautartungu, sýnd á árshátíð Borg-
firðingafélagsins í Reykjavík og á 1. maí samkomu verkalýðsins í
Borgarnesi. Birt var grein með myndum um revíuna í vikublaðinu
Fálkanum, en ritstjóri þess blaðs var þá Jón A. Guðmundsson frá
Innra-Hólmi.
Á þrettándanum 1990 voru settir á svið í Brautartungu valdir
kaflar úr Sögunni um Heljarslóðarorrustu eftir Benedikt Gröndal.
Fullorðið fólk meðal ungmennafélaga annaðist sýninguna og lék öll
hlutverk. Sýningin fór fram á samkomu sem félagar yngri deildar
ungmennafélagsins, Orkunnar, héldu, og var aðsókn góð. Æ síðan
hafa Orkufélagar sviðsett leikþætti á svokallaðri þrettándagleði með
almennri þátttöku félaga sinna. Oftar en ekki hafa Orkufélagar sýnt
frumsamið efni.
Á lýðveldisdaginn árið 1994, meðan þúsundir manna voru tepptir
á þjóðveginum milli Reykjavíkur og Þingvalla, hélt Umf. Dagrenning
samkomu í Brautartungu með fjölbreyttri dagskrá. Um kvöldið voru