Borgfirðingabók - 01.12.2009, Blaðsíða 180
180 Borgfirðingabók 2009
þann 19. apríl, í Borgarneskirkju. Félagið hefur oftar en ekki staðið
fyrir tónleikum á sumardaginn fyrsta sem tileinkaðir hafa verið
listamönnum héraðsins, og svo var einnig að þessu sinni. Leitað var til
ungs tónskálds, Önnu Sigríðar Þorvaldsdóttur úr Borgarnesi, að hún
semdi tónverk í tilefni afmælisins og til að flytja tónverkið til annarr-
ar listakonu, Guðrúnar Ingimarsdóttur frá Hvanneyri. Anna Sigríður
samdi tónverk við ljóð Snorra Hjartarsonar, Auðir bíða vegirnir, sem
frumflutt var á tónleikunum. Þá voru einnig flutt íslensk og erlend
sönglög auk tónlistar eftir Mozart, Bach, Skrjabin, Beethoven,
Ravel og fleiri. Flytjendur voru auk Guðrúnar, sem áður er talin,
píanóleikararnir Jónína Erna Arnardóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir
og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Eygló Dóra Davíðsdóttir fiðluleikari
og Þórður Þorsteinsson sellóleikari. Félagið bauð öllum Borgfirðing-
um að njóta tónleikanna án aðgangseyris og að þeim loknum til
kaffiveitinga í safnaðarheimili Borgarneskirkju. Þar hafði stjórnin
komið fyrir nokkrum úrklippum og sýnishornum frá starfinu í 40 ár, og
myndir hlupu af tölvu á vegg á meðan fólk naut samveru og kaffisopa.
Hjörtur Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum og
einn upphafsmanna félagsins ávarpaði samkomuna og þáði hann rós
frá félaginu fyrir óeigingjarnt starf og tryggð við félagið. Einnig var
látinna félaga hans minnst, Jakobs Jónssonar á Varmalæk og Friðjóns
Sveinbjörnssonar sparisjóðsstjóra, sem ýttu úr vör. Þá var þeim einnig
þakkað sem við hlið þessara manna stóðu, eiginkonunum Ólöfu
Sigurðardóttur konu Hjartar, sem nú er látin, Jarþrúði Jónsdóttur á
Varmalæk og Björk Halldórsdóttur ekkju Friðjóns Sveinbjörnssonar.
Birna Jakobsdóttir dóttir Jakobs og Jarþrúðar og Björk þáðu einnig
rós í þakklætisskyni. Afmælissamkoman var afar vel sótt og stundin
öll hin besta. Óhætt er hér að þakka sérstaklega kirkjunni í Borgarnesi
og aðstandendum hennar fyrir ómetanlegan stuðning við afmælis-
hátíðina.
Næsta starfsár hófst með tónleikum Jónasar Ingimundarsonar í
Borgarneskirkju föstudagskvöldið 24. ágúst. Jónas minntist þess
að 40 ár voru liðin frá því að hann hóf píanóleik. Af því tilefni
flutti hann þrjár frægustu píanósónötur Ludwigs van Beethoven,
Tunglskinssónötuna, Pathétique og Appassionata. Þessa tímamóta-
tónleika hafði Jónas flutt víða um land, og Tónlistarfélagið fagnaði
komu þessa ástsæla listamanns og metur mikils velgjörðir hans við
tónlistarlíf í Borgarfirði.