Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 181
181Borgfirðingabók 2009
Þá var næst dagskrá sem tileinkuð var söngleikjatónlist George
Gershwin. Hún var haldin í Logalandi 11. október 2007.
Þar komu fram Kristinn Örn Kristinsson, píanó, Harpa Harðar-
dóttir, sópran, og Aðalheiður Halldórsdóttir, dans. Fluttar voru perlur
úr söngleikjum eftir George Gershwin og spjallað um höfundinn og
tónlistina. Inn í píanómeðleikinn var fléttað safaríkum píanóútsetn-
ingum höfundarins. Þá skreytti Aðalheiður Halldórsdóttir nokkur lög
með dansatriðum. Hún er dansari við Íslenska dansflokkinn. Gamlar
ljósmyndir af höfundinum voru í bakgrunni.
Í tilefni af tveggja alda afmæli þjóðskáldsins Jónasar Hallgríms-
sonar hafði hópur tónlistarmanna ásamt Atla Heimi Sveinssyni tón-
skáldi sett saman dagskrá með lögum Atla við ljóð skáldsins. Þessi
hópur stóð fyrir næstu tónleikum félagsins í Reykholtskirkju sunnu-
daginn 18. nóvember 2007. Fífilbrekkuhópurinn, en það var nafn
hópsins, flutti lög úr söngbók Atla Heimis sem nú telur 26 lög við
ljóð Jónasar. Arnar Jónsson leikari tengdi lögin lífsferli skáldsins og
í bakgrunni voru ljósmyndir Þorgerðar Gunnarsdóttur og aðrar sem
hún hafði valið í tilefni af þessari dagskrá.
Fífilbrekkuhópinn skipuðu Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran,
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurður
Ingvi Snorrason, klarínetta, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, og
Hávarður Tryggvason, kontrabassi.
Vegna þess hve þessir tónleikar
voru viðamiklir og komið var ná-
lægt aðventu var ákveðið að halda
ekki aðventutónleika að þessu
sinni.
Næsta verkefni voru tónleikar
Guðrúnar Birgisdóttur þverflautu-
leikara og Elísabetar Waage hörpu-
leikara. Þeir voru þann 9. apríl í
Borgarneskirkju og voru skemmti-
leg tilbreyting í starfi félagsins.
Sérstaklega vakti harpan athygli
tónleikagesta, sem fengu kynningu
á henni í hléi.
Þá lauk félagið starfi sínu
á 41. starfsári með tónleikum
ungra borgfirskra tónlistarmanna Elísabet Waage hörpuleikari.