Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 188
188 Borgfirðingabók 2009
ardals, nema nafninu á heiðinni sjálfri: „[Þ]á fékk hún það nafn að
hún var Tvídægra kölluð“, og Flóa sem jafnan er talinn standa fyrir
það svæði sem nú er kallað Vatnaflói. Þó er getið á einum stað um
Dofansfjöll í tengslum við bardagastaðinn, og verður gerð grein fyrir
því örnefni síðar.
Húnvetningar fylgdu að mestu leyti þrautskipulagðri hernaðar-
áætlun sem Þórarinn hinn spaki á Lækjarmóti, fóstri Barða, lagði upp
eftir nokkurra ára undirbúning. Ágæt lýsing er á bardagastaðnum í
orðum Þórarins þegar hann fylgir þeim Barða á veg: „[O]g skuluð
koma til vígis þess hvorstveggja, er á heiðinni er, þá er þér farið suður,
og sjáið, hvort svo sé, sem ég segi yður. Flói heitir á heiðinni, og eru
þar vötn stór; það er í norðanverðum Flóanum vatn það, er nes liggur
í og eigi breiðara að ofanverðu en níu menn mega standa jafnfram,
og deilir norður vatnföllum til héraða vorra úr því vatni; þangað vísa
ég yður til. En annað vígi er í sunnanverðum Flóanum, er ég vildi
síður, að þér hefðuð, og yður gegnir verr, ef þér þurfið til að taka. Þar
gengur enn nes fram í vatn; þar mega standa átján menn jafnfram, og
deilir suður vatnföll til héraða þeirra úr því vatni.“
Það eina sem ekki gekk eftir í áætlun Þórarins um herförina var
valið á víginu. Félagar Barða voru svo bardagafúsir að þeir vildu ekki
Jökull Eiríks er helsta kennileitið þegar farið er um Arnarvatnsheiði og
Tvídægru.