Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 189
189Borgfirðingabók 2009
fara í nyrðra vígið, töldu sig fullelta þegar þeir komu í varavígið í Fló-
anum og vörðust þar. Þórarinn benti þeim á nyrðra vígið á heiðinni
„fyrir því að þá ber norður alla kviðburði“. Hann taldi betra að verja
málið heima í héraði en sunnan heiðar. Eigi að síður grunaði hann
hvað myndi gerast vegna ákefðar liðsmanna Barða.
Þegar fyrstu eftirreiðarmennirnir hittu norðanmenn höfðu þeir
Barði fylgt liði sínu um þvert nesið og stóðu þar með brugðnum vopn-
um. Það stóðst á, nesið þvert og fylking þeirra átján manna, og var
einum megin að þeim gengt, eins og sagt er í sögunni. Nítjándi mað-
urinn gætti hrossanna í nesinu fram.
Sagan lýsir aðstæðum á bardagastaðnum á fleiri stöðum. Þær
koma fram síðar. Hér skal þó getið um móinn sem hefur verið fyrir ut-
an nesið. Lambkár og Húnn Guðbrandssynir hlupu úr fylkingu norð-
anmanna, „í móinn á braut“, til að reyna að jafna gamlar sakir við
Eyjólf Þorgíslsson.
Leiðin yfir Tvídægru
Aðalleiðirnar milli Norðurlands og Suðurlands hafa aldrei legið um
Tvídægru, fremur um Holtavörðuheiði og Arnarvatnsheiði. Þó er lýst
tveimur leiðum yfir heiðina. Báðar voru notaðar af leitarmönnum, og
eystri leiðin var farin þegar menn þurftu að fara milli Miðfjarðar og
Borgarfjarðar.
Þeir Barði gistu í Núpsdal á suðurleiðinni og komu þar við á leið-
inni heim.
Betri leiðin yfir Tvídrægu kallast Núpdælagötur, nokkuð greiðfær
reið- og lestaleið. Hún liggur upp úr Núpsdal og eru göturnar þar
nefndar Lestamannavegur. Stefnan er tekin á Eiríksjökul miðjan,
suður undir merki en sveigt vestur fyrir Úlfsvatn, samkvæmt lýsingu
Þorsteins Þorsteinssonar frá Húsafelli. Á Núpdælagötum sést sums
staðar enn fyrir götum og einstaka vörðubrot. Ef fara á til byggða í
Borgarfirði liggur leiðin suður frá Úlfsvatni og stefnan tekin á Þor-
valdsháls og farið yfir Norðlingafljót á Núpdælavaði sem er rétt
fyrir ofan Bjarnafoss og komið þar á veginn. Þegar Fljótið var vont
voru farnar ýmsar götur vestur af Úlfsvatni og niður Þorvaldsdal.
Þorvaldur Thoroddsen lýsir þeirri leið. Til að fara niður í Kjarardal
af Núpdælagötum þarf að ríða norður fyrir Grunnuvötn og áfram yfir
Lambatungur, annað hvort með Lambá eða um Staraflóa.