Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 192
192 Borgfirðingabók 2009
þar sem þeir hafi átt gistingu í Núpsdal. Tanginn í Kvíslavatni nyrðra
er ekki við hinar eiginlegu Núpdælagötur, eins og þær eru sýndar á
gömlum og nýjum landakortum, en nálægt leiðinni upp úr Kjarardal.
Brynjúlfur telur hann líklegasta bardagastaðinn og virðist fyrstur hafa
stungið upp á því opinberlega. Matthías Þórðarson styður þá skoðun
og nýtur við það fulltingis valinkunnra bænda úr Hvítársíðu. „Svo
virðist mér, og ég held mér sé óhætt að segja: okkur öllum, að hér
myndi vera sá staður, sem átt myndi hafa verið við í Heiðarvíga sögu,
sem syðra vígið, sá hinn sami staður, sem nú hermir, að Heiðarvíg
hafi gerst á,“ skrifar Matthías. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson
taka undir þetta í útgáfu sinni á Heiðarvíga sögu.
Kvíslavatnatanginn uppfyllir skilyrði bardagastaðarins að mestu
leyti. Þó má segja að útsýni til eftirreiðarmanna sé ekki nógu gott
þaðan, en fram kemur í sögunni að Barði og félagar hafi séð „liðið, er
sunnan fer, sem í skóg sæi“ og riðið norður. Brynjúlfur nefnir að hægt
hafi verið að sjá heldur lengra af höfða í tanganum og af sjónarhæð í
landi, en frá bardagastaðnum sjálfum. Matthías Þórðarson telur þessar
hæðir helst til fjarri til að þeir Barði hafi gefið sér ráðrúm til að fara
þangað að skyggnast um. Hann og bændurnir úr Hvítársíðu leggja
Kvíslavatnatangi fellur vel að lýsingum sögunnar um bardagastaðinn og
sérfræðingar hafa hallast að honum.