Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 193
19Borgfirðingabók 2009
til þá skýringu að Illugi svarti og flokkur hans hafi ekki farið leiðina
upp úr Kjarardal sem Barði er talinn hafa farið og ef til vill fyrstu
eftirreiðarmenn, heldur fram Þorvaldsdal, norður að Grunnuvötnum
og yfir Lambatungur og á Núpdælagötur norðan við bardagastaðinn.
Finnur hann rök fyrir því í aðdragandanum. „[H]afi Illugi gert það,
verður eðlilegri frásögnin um, að þeir Barði hafi séð hann koma og
getað riðið á braut í tæka tíð,“ skrifar Matthías.
Ekki má heldur gleyma því að komið hefur verið fram á kvöld og
þoka lagðist yfir sem hjálpaði þeim að komast undan.
Nyrðra vígið
Þá er að finna nyrðra vígið. Brynjúlfur nefnir tanga í Hávaðavatni
nyrðra. Hann sé „hæfilega breiður fyrir 9 menn til varnar og vegurinn
liggur alveg hjá vatninu við tangann, svo að eigi mátti hentugra vera
fyrir flestra hluta sakir.“ Torfi Magnússon í Hvammi segir að þar sé
„enginn tangi, sem geti komið til mála sem nyrðra vígið“, og telur
þetta missögn, Brynjúlfur hljóti að hafa skoðað Urðhæðarvötn. Þar
er tangi mikill á milli vatnanna sem er mjög sundur skorinn á einum
stað. Einhverjir tangar eru að vísu í Hávaðavötnum en ekki álitlegir
til að verjast.
Sá galli er á gjöf Njarðar að þótt Hávaðavötn teljist nú norðan
við sýslumörk, þá renna lækir úr þeim og Urðhæðarvötnum suður en
ekki norður til héraða Norðlendinga eins og ætlast er til við lýsingu
á nyrðra víginu. Brynjúlfur frá Minna-Núpi vekur athygli á því og
stingur upp á því að tangi hafi verið í Ketilvatni, þar sem enginn
tangi er nú, eða öðrum vötnum við veginn, norðan við vatnaskil, „svo
lagaður, sem nyrðra víginu er lýst, en sem nú sé breyttur eða horfinn.
Er því eigi að neita að grjótlausir tangar geta hafa breyst og horfið,
þar eð jarðvegurinn er svo blautur“.
Sigurður Guðmundsson á Kirkjubóli skrifar annars staðar að
landsháttalýsing sögunnar af nyrðra víginu gæti átt við Krókavatn. Í
vestara andnesinu megi gjarnan hafa vígi nokkurt, og gætu sem best
níu menn, sem verjast samsíðis, lokað tanganum, þannig að þeir yrðu
ekki sóttir á bak. Miðar Sigurður þá við að syðra vígið hafi verið í
Kvíslavatnatanganum. Margir tangar eru í Krókavatni. Líklegur tangi
liggur vestur í vatnið og hafa menn þá þurft að krækja fyrir annan
hvorn enda vatnsins til að komast þar að.