Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 200
200 Borgfirðingabók 2009
Helstu heimildir og athuganir:
P. E. Kristian Kålund, danskur málfræðingur, ferðaðist um Ísland 1872-4 og kynnti sér ma.
sögustaði Heiðarvíga sögu sumarið og haustið 1874. Hann fór um Hvítársíðu og Þverárhlíð,
og hann fór yfir Arnarvatnsheiði þegar hann kom að norðan, en af dagbók hans og gististöðum
er ekki hægt að ráða að hann hafi farið að vötnunum heldur hafi lýsingar á bardagastaðnum
eftir öðrum. Hann gaf út sögustaðalýsingu sína, Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse
af Island, á árunum 1877-1882. Íslenskir sögustaðir voru gefnir út í íslenskri þýðingu Haraldar
Matthíassonar 1984-86. Heiðarvíga sögu gaf Kålund út 1904.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi fór úr Núpsdal upp á Tvídægru 1894, að nyrðri vötnunum
en ekki að Kvíslavatni. Birti hann grein um athuganir sínar í Árbók Hins íslenska fornleifa-
félags 1895.
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður fór upp úr Kjarardal að Króksvatni og Kvíslavatni
nyrðra 1936 en ekki að nyrðri vötnunum og heldur ekki að Hrólfsvatni. Með honum í för voru
Jón Ásbjörnsson hrl., formaður Fornritafélagsins, Davíð Þorsteinsson bóndi á Arnbjargarlæk,
Andrés Eyjólfsson bóndi í Síðumúla og Torfi Magnússon bóndi í Hvammi. Tveir þeir síðast-
nefndu voru gjörkunnugir heiðinni. Í bakaleiðinni komu þeir við á Gilsbakka og ræddu við
Sigurð Snorrason bónda. Birti Matthías skýrslu um athuganir sínar í Árbók Hins íslenskra
fornleifafélags 1937-38.
Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út Heiðarvíga sögu fyrir hönd Hins íslenska fornrita-
félags 198, önnur útgáfa 1956.
Jón Helgason prófessor, Blað Landsbókasafns úr Heiðarvíga sögu, Árbók Landsbókasafnsins
1950-51.
Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli, Árbók Ferðafélags Íslands 1962.
Jón Eyþórsson, ritstjóri Árbókar FÍ, athugasemd í Árbók 1962.
Sigurður Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli, Göngur og réttir II, önnur prentun, 1984.
Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka, símasamtöl haustið 2005 og í mars 2009.
Eigin athuganir: Gengið af Holtavörðuheiði að Krókavatni á Húksheiði í júlí 2005. Flogið yfir
vötnin á Tvídægru í september 2005 með Bergþóri Kristleifssyni, flugmanni á Húsafelli. Einn-
ig ekið um Þverárhlíð, Hvítársíðu og upp með Norðlingafljóti, og upp í Núpsdal í Miðfirði.
Við beinar tilvitnanir í söguna er mest notuð útgáfa Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólason-
ar á Heiðarvíga sögu, Íslenskar fornsögur, 1969, og netútgáfa sögunnar, http://www.snerpa.
is/net/isl/heidarv.htm