Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 202
202 Borgfirðingabók 2009
Ekki hafa menn treyst sér til
að rekja sverðið með skarðinu til
eiganda. Rétt er þó að rifja upp að
flestir Borgfirðingarnir féllu fyrir
hendi Barða Guðmundssonar og
voru því vegnir með því sverði sem
Þórarinn fóstri hans hafði látið stela
frá Þorgauti á Þorgautsstöðum fyrir
herförina suður yfir heiði. Lýsingin
á stóru hauskúpunni gæti átt við
nokkra kappa úr liði Borgfirðinga
sem vegnir voru með þessu sverði
en engar frásagnir eru í sögunni um
að þeir hafi verið klofnir í herðar niður. Aftur á móti kemur fram að
Barði hjó í höfuð Gísla Þorgautssonar við vígið á Þorgautsstöðum
– en þar er aðeins sagt frá einu höggi í andlitið.
Í Heiðarvíga sögu segir að Illugi svarti á Gilsbakka hafi látið „suð-
ur færa þeirra manna lík, er fallnir voru“. Sigurður Vigfússon vill
ekki fullyrða of mikið en skrifar þó í grein sinni í Árbók Hins ís-
lenska fornleifafélags 1884-1885: „Menn hafa getið þess til, að þess-
ar hauskúpur og bein, sem hér fundust, hafi verið af þeim mönnum,
sem féllu í Heiðarvígum, og það er satt að segja, að mörg getgáta er
ólíklegri.“
Ónákvæmni gætti í frásögn Sigurðar um hvar Einar Þórólfsson var
jarðaður og hvenær. Það var leiðrétt í Árbókinni 1886 og birt frásögn
prestsins sem væntanlega hefur verið við þessa athöfn. Hún kemur
fram í bréfi síra Hjartar Jónssonar á Gilsbakka til Steingríms Jóns-
sonar biskups í Laugarnesi, dagsettu 22. september 184 eða fáum
vikum eftir að Einar Þórólfsson var jarðsettur: „Upp úr gröf hans
komu 10 manna bein, sem sjáanlega höfðu fallið fyrir vopnum; beinin
höfðu furðanlega conserverast, þar sáust högg á leggjum, enn þó
mest á höfuðkúpunum; fleiri voru höggin smá, og fá inn úr kúpunum,
einasta ein var klofin. Hvenær féllu þessir menn? Gamalt fólk talar
hér um Sturlungareit, eins og mig minnir er í Reykholti. Varla getur
það verið frá [H]eiðarvígum, enn nærri lætur þó um töluna.“
Utan á bréfið, þvert yfir kveðjuna, hefur biskup skrifað: „Afgjört,
mannsbeinin síðan Heiðarvígin.“
Hauskúpur og bein með vopna-
förum komu upp í Gilsbakka-
kirkjugarði þegar tekin var gröf í
Sturlungareit.