Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 206
206 Borgfirðingabók 2009
skólum þar í bænum, mentaskóla, gagnfræðaskóla og kennaraskóla.
En þetta var skömmu eftir að jeg var kominn til Noregs, svo jeg var
hálfstirður í norskunni og þar auki hálffeiminn og ómannblendinn.
Alt þetta gerði að jeg var hræddur um að það gengi tæplega eins
vel og jeg vildi að lýsa landinu og þjóðinni. En þegar jeg sá fögru
litmyndirnar á tjöldunum, af íslenskum fjöllum og fjörðum, túnum í
grænu skrúði og torfbæjum grasi klæddum, eldfjöll og hveri og fólk-
ið að starfi sínu á landi og sjó – þá losnaði tunguhaftið og feimnin var
horfin og orðin komu streymandi eftir því sem átti við hverja mynd.
Ég held að annað hvert orð hafi verið íslenska. En fólkið þakkaði
með dynjandi lófaklappi og tveir gamlir og reyndir kennarar – einn
við mentaskólann og hinn við kennaraskólann þar í bænum - komu
og þökkuðu mjer hjartanlega, þó sjerstaklega fyrir hve hreimfagurt
og hreint landsmál jeg hefði talað.
(En landsmál er málið sem talað er víðast upp til sveita í Noregi)
Það var aftur myndin af sveitinni - landinu mínu sem hafði hjálp-
að mjer.
Jeg gæti nefnt fleiri dæmi í sömu átt, en þetta er nóg til að sýna
hvernig staðurinn þar sem maður er fæddur og uppalinn hefir vald
yfir innsta huga mannsins hvar sem hann ferðast.
„Þótt þú langförull legðir
sjerhvert land undir fót
bera hugur og hjarta samt
þíns heimalands mót.“
(St.G. St.)
Þess vegna get jeg sagt af heilum huga að svo lengi lífið bærist í
barmi mjer, svo lengi er sál mín tengd ótal böndum til þín, þú fagri
dalur, sveitin mín. Svo sendi jeg þjer kveðju mína Norðurárdalur,
myndin þín er mjer heilög og kær og óafmáanleg.
Guð blessi þig sveitin mín.