Borgfirðingabók - 01.12.2009, Qupperneq 207
207Borgfirðingabók 2009
Sá er ritaði þetta bréf, sem birt var í Baldri, blaði ungmennafélags-
ins Baulu í Norðurárdal í desember 1928, var Albert Ólafsson, fædd-
ur 13. júlí 1902 að Desey í Norðurárdal. Foreldrar hans voru Guðrún
Þórðardóttir og Ólafur Ólafsson, er bjuggu á Desey frá 1888 til 1908.
Þau eignuðust ellefu börn og var Albert þeirra yngstur.
Þrjú systkini hans ílengdust í Norðurárdal, Elín húsfreyja á Háreks-
stöðum, Þorbjörn bóndi á Hraunsnefi, síðar í Borgarnesi og Þórður
bóndi á Brekku, þriðji bróðirinn, Halldór, bjó um skeið á Brekku, en
fluttist vestur í Saurbæ og bjó í Tjaldanesi, en síðast á Saurhóli.
Átján ára fór Albert til Noregs, en þangað var kominn á undan
honum bróðir hans, Ólafur, er síðar varð kristniboði í Kína. Þar
réðst hann á vertíð til skipstjóra sem studdi hann til skólagöngu.
Hann stundaði nám við unglingaskóla í Álasundi, lauk kennaraprófi
frá kennaraskóla í Volda á Sunnmæri 1925. Eftir það var hann í tvö
ár kennari við einkaskóla í Oppdal í Þrændalögum og kynntist þar
konu sinni, Maríu Dörum, bóndadóttir úr sveitinni.
Eignuðust þau tvær dætur og fjögur barnabörn. Albert kenndi við
Sagavoll lýðháskóla á Þelamörk frá 1927 til 1942. Varð þá kennari
og síðar skólastjóri við framhaldsskóla í Oppdal til 1969 að hann lét
af störfum. Hann fékkst mikið við ritstörf og skrifaði ellefu bækur fyrir
börn og unglinga, sem meðal annars sóttu efni í Íslendingasögur og
íslenskar þjóðsögur eða áttu sögusvið á Íslandi. Hann var listrænn,
fékkst við skurðlist og málaði myndir er sóttu mótív í íslenska náttúru.
Hafði hann alla tíð sterkar ræktartaugar til Íslands, sérstaklega til
fæðingarsveitarinnar. Kom það meðal annars fram í framlagi hans
til skólabyggingar í Norðurárdal og eftir að barnaskólinn á Varma-
landi var stofnaður sendi hann þangað málverk og myndarlega
bókagjöf. Í bréfi sem gjöfinni fylgdi, minntist hann skólagöngu sinnar
í skólahúsinu hjá Hlöðutúni, en þangað gekk hann fjóra vetur frá
Stóru-Gröf. Albert hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín,
meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Hann lést 25.
september 1989.
Kveðjan er prentuð eins og hún birtist í Baldri, en borið var saman
við eintak úr eigu Ásdísar Kristjánsdóttur frá Borgarnesi, nú í Ólafs-
vík, en afi hennar var Þorbjörn bróðir Alberts.
Snorri Þorsteinsson bjó hana til prentunar.