Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2022, Síða 2

Víkurfréttir - 19.01.2022, Síða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Líkur eru á því að kísilverksmiðja hefi rekstur á nýjan leik en í áliti Skipulagsstofnunar sem birt var á gamlársdag er farið yfir matsskýrslu Stakksbergs, dótturfélags Arion banka, eiganda verksmiðj- unnar í Helguvík, og hyggur félagið á endurræsingu verksmiðjunnar eftir verulegar endurbætur sem fela m.a. í sér byggingu 52 hás skorsteins. Verkmiðjan United Silicon hætti starfsemi 1. september 2017 og hálfu ári síðar fór rekstur hennar í gjaldþrot. Í áliti Skipulagsstofnunar, kemur fram að skýrsla Stakksbergs uppfylli skilyrði laga um mat á um­ hverfisáhrifum en bendir á marga þætti sem þurfi að uppfylla og bæta frá fyrri rekstri verksmiðjunnar. Í matsskýrslunni er gert ráð fyrir að ráðast í tæknilegar og rekstrar­ legur endurbætur á verksmiðjunni og mannvirkjum sem reist voru af Sameinuðu Sílíkoni hf., kísilverk­ smiðju með einn ljósbogaofn og framleiðslugetu upp á 25.000 tonn af kísli á ári. Síðari áfangar fela í sér uppbyggingu frekari mannvirkja og fjölgun ofna. Fullbyggð verksmiðja mun framleiða allt að 100.000 tonn á ári í fjórum ljósbogaofnum. Áfram lykt þó reistur verði 52 metra hár skorsteinn Meðal breytinga á verksmiðjunni strax í fyrsta áfanga er að reisa 52 m háan skorstein í stað þess að út­ blástur fari út um rjáfur síuhúss. Endurbætur á verksmiðjunni miði að því að bæta búnað og rekstur þannig að stopp á ofnum verði í lág­ marki og skorsteinn muni tryggja betri dreifingu efna í útblæstri. Stakksberg metur áhrif á heilsu óveruleg. Skipulagsstofn u telur líkur á að íbúar í nágrenn inu komi til með að verða varir við lykt frá starf sem­ inni en tíðni til vika og styrkur lyktar verði minni en á fyrri rekstr ar tíma. Framleiðslugeta eftir fyrsta áfanga verður 25.000 tonn á ári. Fyrirhugað er að bæta við einum ofni og auka framleiðslugetu um 25.000 tonn á ári í hverjum áfanga eftir þann fyrsta. Í öðrum áfanga verksmiðjunnar verður núverandi ofnhús stækkað en byggt verður nýtt ofnhús fyrir þriðja og fjórða áfanga. Annar áfangi mun samnýta skorstein með þeim fyrsta en gert ráð fyrir að byggja samskonar skorstein fyrir þriðja og fjórða áfanga. Hverjum ofni sem bætist við fylgja ýmis mann­ virki, eins og síuhús og kælivirki. Nokkur ár geta liðið á milli áfanga en Stakksberg áformar að reisa annan áfanga þegar stöðugleiki er kominn á rekstur fyrsta áfanga. Staða á mörk­ uðum muni ráða því hvenær verði ráðist í þriðja og fjórða áfanga. Fjöldi starfa Í skýrslu Stakksbergs kemur fram að á rekstrartíma kísilverksmiðj­ unar verði áhrif á samfélag talsvert jákvæð. Áætlað er að um 70–80 bein störf verði í verksmiðjunni í 1. áfanga og í fullbyggðri verksmiðju verði fjöldi starfa allt að 200. Að mati Stakksbergs mun verksmiðjan lík­ lega draga úr atvinnuleysi á svæðinu og renna styrkari stoðum undir at­ vinnulíf, sem hafi jákvæð áhrif á íbúa og sveitarfélög. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna telur Skipulagsstofnun að neikvæð áhrif á heilsufar sem íbúar Reykja­ nesbæjar upplifðu á fyrri rekstrar­ tíma megi fyrst og fremst rekja til þess hvernig staðið var að hönnun og rekstri verksmiðju Sameinaðs Sílikons. Að því gefnu að innleiðing endurbóta verði farsæl telur Skipu­ lagsstofnun að áhrif VOC­efna á heilsufar verði óveruleg. Í fjölda athugasemda almennings við frummatsskýrslu Stakksbergs komu fram áhyggjur af áhrifum á lykt og heilsu með vísan til fyrri rekstrartíma. Stakksberg hyggst halda úti vefsíðu með niðurstöðum vöktunar og upplýsingum um frávik. Einnig verður þar hægt að leggja fram nafnlausar ábendingar um lyktarmengun sem fylgt verður eftir með mælingum á VOC­efnum. Kísilver United Silicon í Helguvík á vormánuðum 2017 þegar eldur varð laus í verksmiðjunni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Minni mengun og 52 metra hár skorsteinn á endurbættu kísilveri Öll bæjarstjórn á móti? „Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verk­ smiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga. Ég er að sjálf sögðu mjög von­ svik inn yfir þessu áliti. Enn og aftur telur Skipu lags stofnun að það sé í lagi að gerðar séu til raunir á íbúum Reykja nes bæjar sem margir hverjir upp lifðu tals verð veik indi á meðan þessi rekstur var í gangi. Breyt ing á bygg ingu mun að mínu mati ekki breyta neinu þar um nema þá helst að dreifa meng un inni yfir fleiri íbú a,“ segir Guðbrandur Einarsson í viðtali við Kjarnann. Og Hannes Friðriksson, einn af mörgum sem sjá ekki framtíð verk­ smiðjunnar fyrir sér í Helguvík segir: „Stjórn endur Arion banka hafa nú í nokkurn tíma valið að láta svo líta út að kís il verk smiðjan væri verð laus í þeirra bók um. Að vilji þeirra stæði til að sinna sínu „græna“ hlut verki. Nú virð ist breyt­ ing hafa orðið og glýjan komin í augu þeirra. Kís il verð hefur farið hækk andi og nú skal allt reynt til að koma kís il ver inu í gott verð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir í samtali við Kjarnann að bæjar­ stjórn hafi ítrekað komið skoð­ unum sínum á framfæri við Arion banka varðandi rekstur verksmið­ unnar í Helguvík. „Við höfum óskað form lega eftir sam starfi við bank­ ann um að rífa verk smiðj una og hefja sam starf um atvinnu þróun í Helgu vík. Því miður hefur það ekki gengið eft ir,“ sagði Friðjón í viðtali við Kjarnann. Margrét Sanders, oddviti Sjálf­ stæðismanna sagði við Ríkisút­ varpið að flokkurinn vildi ekki sjá enduropnun kísilverksmiðjunnar. Hún sagði reynsluna frá fyrri aðila ekki góða og ekki væri hægt að styðja við tilraunastarfsemi í Helguvík. Bæjarstjórnarfundur var síð­ degis á þriðjudag en í bókun sem þar var lögð fram skorar bæjar­ stjórn Reykjanesbæjar á Arion banka um að falla frá öllum áformum um endurræsingu kísil­ versins í Helguvík og hefja við­ ræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir. Á bls. 12–13 er grein frá Skúla Thoroddsen sem er einn mjög fárra sem virðist sjá eitthvað jákvætt við endurræsingu kísilversins en þá er líka aðsend grein frá Ragnhildi Guðmundsdóttur fyrir hönd and­ stæðinga stóriðju í Helguvík. Kaup á stúku og töflu í nýjan íþróttasal í Grindavík var til umræðu á fundi bæjarráðs Grindavíkur í síðustu viku. Gert er ráð fyrir á fjárfestingará- ætlun þessa árs að nýrri stúku og nýjum skjám eða stigatöflu verði komið fyrir í nýja salnum. Undirbúningur verksins er í gangi en á fundinum var lögð fram kostnaðará­ ætlun um að koma líka fyrir veggsvölum fyrir ofan stúkuna ásamt fjölmiðla­ stúku við ritaraborð. Ný stúka og stigatafla væntanlegt í nýjan íþróttasal í Grindavík 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.