Víkurfréttir - 19.01.2022, Page 6
augnablik MEð jÓni StEinari
Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 4210000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 8933717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi
Bárðarson, s. 8982222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 4210001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Eins lengi og elstu menn muna
Oft er notað orðatiltækið eins lengi
og elstu menn muna – og það má
kannski nota þessi orð yfir þessa
hörmulegu byrjun á árinu 2022
gagnvart sjósókn hérna frá Suður
nesjunum því veðráttan er búin
að vera gríðarlega erfið og t.d. liðu
ellefu dagar á milli þess að minni
bátarnir úr Grindavík gátu róið.
Kannski ein versta byrjun á vetrar
vertíð, veðurfarslega séð, og elstu
menn muna.
Ef við reynum í það minnsta að
skoða eitthvað af aflatölunum þá nú
bara afskaplega lítið að frétta af því.
Helst að skoða stóru línubátana því
þeir hafa getað verið á sjó í þessum
haugasjó og brælum sem hafa verið.
Páll Jónsson GK, Fjölnir GK og
Sighvatur GK hafa allir verið með
línuna utan við Reykjanes og síðan
á línuslóðinni utan við Sandgerði.
Sighvatur GK er kominn með 177
tonn í þremur róðrum, Páll Jónsson
GK 128 tonn í tveimur, Hrafn GK
105 tonn í tveimur og Valdimar
GK 103 tonn í einum, síðastnefndu
bátarnir lönduðu í Hafnarfirði.
Enn sem komið er þá er Óli á Stað
GK eini 30 tonna báturinn sem er
kominn suður til veiða en vegna
veðurs hefur hann einungis komist
í tvo róðra og landað fimmtán
tonnum.
Einhamarsbátarnir eru ennþá
fyrir austan nema að Gísli Súrsson
GK lagði á sig 25 klukkustunda
ferðlag norður fyrir landið og á
Siglufjörð en hann er á leiðinni í
Breiðafjörðinn.
Eins og fyrir sunnan þá hefur
veiði bátanna sem hafa verið fyrir
austan heldur ekkert verið neitt
sérstök enda líka haugasjór þar og
brælur. Best hefur kannski Huldu
GK gengið því hún er komin með 39
tonn í fimm róðrum, með línuna í
Breiðafirðinum.
Auður Vésteins SU með 37 tonn
í sjö, Hópsnes GK 29 tonn í fimm á
Skagaströnd en hann er á balalínu.
Vésteinn GK 24 tonn í fimm róðrum
og Gísli Súrsson GK nítján tonn í
fjórum.
Yfir vertíðina hefur helsta veiðar
færið á vertíð verið net en vegna
veðurs þá hafa netabátarnir svo
til ekkert komist á sjóinn, nema
Halldór Afi GK byrjaði ansi vel,
komst í átta tonn í einni löndun frá
Sandgerði en fór síðan í Faxaflóann
þar sem veiðin hefur verið treg.
Grímsnes GK fór í ufsann á Sel
vogsbankann en veiðin þar var
lítil, aðeins 4,4 tonn í einni löndun.
Báturinn er núna kominn í Njarðvík.
Í síðasta pistli var fjallað um að
eldur hefði komið upp í Erlingi KE
þar sem hann lá í Njarðvíkurhöfn
og tjónið það mikið að báturinn fer
ekki meira á veiðar.
Um 1.500 tonna kvóti er óveiddur
á Erlingi KE og strax var hafist
handa við að finna annan bát til að
koma í staðinn fyrir Erling KE. Að
leita að öðrum netabáti var kannski
ekki svo auðvelt því ef tekinn er
hringur í kringum Ísland þá er lítið
um svona stóra stálbáta á lausu til
þess að fara að stunda netaveiðar.
Reyndar þurfi Þorsteinn Erl
ingsson, eigandi Saltvers, ekki að
leita langt því Hólmgrímur, sem
gerir út Maron GK, Halldór Afa
GK og Grímsnes GK, átti í geymslu
í Njarðvíkurslipp netabátinn
Langanes GK sem hafði síðast
landað afla í júlí árið 2021.
Sá bátur er að öllu tilbúinn
til veiða og endirinn var sá að
Langanes GK var leigt og mun koma
í staðinn fyrir Erling KE núna á ver
tíðinni.
Eftir vertíðina þá mun verða
tekinn ákvörðun um hvort að
Saltver muni kaupa Langanes GK.
Nokkur munur er á bátunum og þá
aðallega stærðarlega séð. Erling KE
er 40 metra langur en Langanes GK
35 metra langur. Erling KE er 7,2
metra breiður en Langanes GK 6,7
metrar. Aftur á móti er Langanes
GK nýrra, Erling KE er smíðað árið
1964 í Noregi en Langanes GK er
smíðaður 1972 í Garðabæ.
Eitt er þó víst að áhöfninn á Er
ling KE er að fá ansi góðan bát því
Hólmgrímur er þekktur fyrir að
hugsa mjög vel um bátana sína og
Langanes GK er þar enginn undan
tekning.
aFlaFrÉttir á SuðurnESjuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Byggðakvóti upp á 140
tonn til Suðurnesjabæjar
Atvinnuvega og nýsköpunarráðu
neytið hefur tilkynnt Suðurnes
jabæ um úthlutun byggðakvóta. Út
hlutað er 70 þorskígildatonnum til
byggðarlagsins Garðs og 70 þorskí
gildatonnum til byggðarlagsins Sand
gerðis.
Úthlutunin var til afgreiðslu á síð
asta fundi bæjarstjórnar Suðurnesja
bæjar þar sem samþykkt var sam
hljóða að óska eftir við atvinnuvega
og nýsköpunarráðuneyti, að ákvæði
reglugerðar nr. 995/2021 gildi um út
hlutun byggðakvóta byggðarlagsins
Garðs með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglu
gerðarinnar breytist og verði:
Skipting þess aflamarks, sem nú
kemur í hlut byggðarlags, auk
þess aflamarks byggðarlagsins
sem kanna að vera eftir af út
hlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að
öðru leyti fara fram til einstakra
fiskiskipa sem uppfylla skilyrði
1. gr., sbr. og reglur um sérstök
skilyrði fyrir úthlutun byggða
kvóta í einstökum sveitarfélögum
sem ráðuneytið staðfestir sam
kvæmt 2.3. gr, eftir því sem við
á og skal skipt hlutfallslega af
því aflamarki sem fallið hefur til
viðkomandi byggðarlags, miðað
við allan landaðan botnfiskafla í
tegundum sem hafa þorskígildis
stuðla, í þorskígildum talið innan
sveitarfélagsins á tímabilinu
1. september 2020 til 31. ágúst
2021.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglu
gerðarinnar breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa
innan sveitarfélagsins þeim afla
sem telja á til byggðakvóta Garðs
og til vinnslu innan sveitar
félagsins á tímabilinu frá 1. sept
ember 2021 til 31. ágúst 2022.
Það er við hæfi um áramót að horfa
aðeins um öxl. Ég er ekkert frá
brugðinn meirihluta landsmanna
með þann sið að strengja nýársheit.
Í desember 2020 ákvað ég að nú
skyldi ég hreyfa mig meira á árinu
2021 en ég hafði gert áður og nú
skyldi það gert skipulega og kerfis
bundið. Markmið sett. Gengið skyldi
á fjallið Þorbjörn hið minnsta einu
sinni á viku á árinu. Já ég veit, ekki
svo sem bratt markmið en Þorbjörn
er brattur. Hætta öllu sykur og brau
ðáti ásamt einhverju fleiru sem ég
„man ekkert“ hvað var.
Ráðist var í gerð excelskjals þar
sem allt yrði skráð sem við kæmi
átakinu. Þess ber að geta að aldrei
hafði undirritaður áður farið í sitt
árvissa átak jafn skipulagður.
Hið nýja ár 2021 gekk í garð og
framtakssemin ekkert að þvælast
fyrir manni, skjalið góða beið óhreyft
í tölvunni og gerði ekkert til að ýta
við manni. Svo koma að því að kall
þurfti að fara í reglubundið tjékk hjá
lækni sem kvað upp sinn úrskurð. Þú
ert allt of feitur! ,„Já, þurftir ekkert
að segja mér það,“ sagði ég sposkur.
En, þá kom hann með „hægri krók“
sem lækkaði nú í mér rostann. Þú ert
á frábærum millitíma með að ná þér
í sykursýki 2! Þú þarft að létta þig og
ekkert múður með það!
Þennan dag 26. febrúar síðast
liðinn þegar ég labbaði út frá lækn
inum með skottið á milli lappanna
mundi ég eftir ónotuðu excelsk
jalinu sem átti öllu að redda í hreyf
ingunni. Væri ekki tilvalið að starta
því núna? Rauk heim og fyrstu ferð
upp á fjallið en ekki verður sagt að
maður hafi rokið upp þessa fyrstu
ferð, móður og másandi með tilheyr
andi stoppum til að kasta mæðinni.
Með fleiri ferðum fækkaði stoppum
og eftir nokkrar ferðir fór þetta að
ganga viðstöðulaust.
Excelskjalið fór loksins að fyllast
út og eftir standa á árinu sem leið
110 ferðir á fjallið, sem samanlagt
gerðu 237 kílómetra. Einnig bættust
við nokkrar óvæntar gosferðir sem
teljast þó ekki með þar sem þær
voru ekki inni á upphaflega planinu
Ávinningurinn af þessu brölti eru
13 kíló týnd sem ég kæri mig ekkert
um að finna aftur og sykursýkin á
undanhaldi.
Með þessu vildi ég sagt hafa:
Maður þarf stundum bara gott
spark í rassgatið!
ps.Excelskjal fyrir 2022 er í
smíðum …
Að drattast af stað…
6 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár