Víkurfréttir - 19.01.2022, Page 7
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast
vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu.
Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann,
tekur saman með góðra manna hjálp.
3. ÞÁTTUR
FJÖLÞÆTT STARF
Á 56 FERMETRUM
Skólinn okkar er þriðji elsti grunnskóli
landsins sem starfað hefur samfellt.
Eldri eru barnaskólar Eyrarbakka
(1852) og Reykjavíkur (1862). Gerða
skóli er stofnaður sama ár, mánuði
yngri. Fordæmin voru ekki mörg og
skólaskylda engin.
Árið 1870 hóf Stefán Thorarensen,
prestur og sálmaskáld á Kálfatjörn,
undirbúning stofnunar barnaskóla í
Vatnsleysustrandarhreppi. Efnt var
til samskota, keyptur jarðarpartur og
reist skólahús sem var vígt 12. sept
ember 1872 með því að halda þar
stofnfund skólans sem hóf starfsemi 1.
október og hefur starfað óslitið síðan,
stundum á fleiri en einum stað sam
tímis. Með leyfi kóngsins og Alþingis
fékkst 1.200 ríkisdala vaxtalaust lán
til skólans úr Thorchilliisjóði sem
ekki þarf að greiða meðan skólinn
sinnir vel börnum sem minna mega
sín.
Thorchilliisjóðurinn greiddi um
áratuga skeið skólagjöld fátækustu
barnanna í skólanum og síðar í fleiri
skólum sem stofnaðir voru á Reykja
nesskaga, einnig til fátækra heimila
um tíma. Mörg „Thorchilliibarnanna“
bjuggu á skólatíma í risi skólahússins
og ráðið var fólk til að ala önn fyrir
þeim. Þannig var skólinn bæði heima
vistarskóli og heimangönguskóli
og einnig var börnum komið fyrir á
nálægum bæjum, m.a. börnum úr
Njarðvík en fyrstu árin var þessi skóli
líka fyrir Njarðvíkinga uns þeir komu
sér upp eigin skóla rúmum áratug
síðar.
Einnig var frá upphafi vísir að ungl
ingaskóla (fyrir fermd börn) og handa
vinnukennsla fyrir stálpaðar stúlkur í
skólahúsinu.
Fyrsta veturinn voru 30 börn í
skólanum, þar af átta fermdir ungl
ingar, og bjuggu tíu af börnunum í
skólahúsinu. Í húsinu, sem var 56 m2
að grunnfleti, hæð og ris, var einnig
íbúð fyrir kennarann svo það hefur
verið búið þröngt. Kannski hefur það
komið sér vel því timburhús á þessum
tíma voru mjög köld.
Byggt var við skólahúsið 1886 og
það stækkað í 90 m². Síðan var það
endurbyggt árið 1907 á sama grunni
og er myndin af því húsi þegar það var
komið til ára sinna.
Í þessum þáttum er víða byggt á
bók Guðmundar Björgvins Jónssonar:
Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysu
strandarhreppi, (útg.1987) einkum bls.
173 – 179.
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hélt hátíðlega athöfn í Hljómahöll í síðustu viku í tilefni útskriftar
frá Háskólabrú og Heilsuakademíu Keilis. Háskólabrú útskrifaði 58 nemendur og Heilsuakademía útskrifaði
ellefu nemendur úr fótaaðgerðafræði. Frá upphafi hafa nú samtals 4.221 einstaklingur útskrifast úr námi frá
skólum Keilis. Af sóttvarnarástæðum var athöfnin aðeins opin fyrir útskriftarnemendur sem allir þurftu að
framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf eða nýlega covid-19-sýkingu (eldri en fjórtán daga og yngri en 180 daga).
Í upphafi athafnar var tónlistaratriði flutt af gítarsveitinni C-sveit í stjórn Arnars Freys Valssonar frá Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar. Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ræðu og leiddi athöfnina.
Allir eiga sína sögu
„Það er alltaf mjög hátíðlegt að út
skrifa nemendur úr sínu námi og er
þetta ávallt mikil gleðistund. Allir
eiga sína sögu og margir hverjir að
vinna gríðarlega stóra sigra eftir að
hafa sýnt mikla þrautseigju. Það er
fátt betra en að sjá nemendur upp
skera,“ hafði Nanna Kristjana að
segja eftir athöfnina.
Berglind Kristjánsdóttir, forstöðu
maður Háskólabrúar, flutti einnig
ávarp og afhenti útskriftarskírteini
og viðurkenningarskjöl ásamt Ingi
björgu Elvu Vilbergsdóttur, verk
efnastjóra Háskólabrúar. Dúx Há
skólabrúar var Sóley Kristín Harð
ardóttir með 9,75 í meðaleinkunn
og fékk hún peningagjöf frá Arion
banka og Keili sem viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur. Hafliði
Breki Waldorf hélt ræðu fyrir hönd
útskriftarnema Háskólabrúar.
Miklar framfarir í kennsluháttum
Háskólabrú hefur boðið upp á að
faranám til háskóla frá árinu 2007
og hafa á þeim tíma átt sér stað
miklar framfarir í kennsluháttum
samhliða breyttum þörfum og
kröfum nemenda. Nú geta nemendur
því valið að sækja Háskólabrú í stað
námi eða fjarnámi, bæði með og án
vinnu. Boðið er upp á Háskólabrú
í samstarfi við Háskóla Íslands og
gildir námið til inntöku í allar deildir
háskólans.
40 fótaaðgerðafræðingar
útskrifast frá Keili
Elvar Smári Sævarsson, forstöðu
maður Hei lsuakademíunnar,
ávarpaði gesti og afhenti útskriftar
skírteini og viðurkenningar ásamt
Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, verk
efnastjóra Heilsuakademíunnar.
Sandra Friðriksdóttir hlaut viður
kenningu fyrir bestan námsárangur
í fótaaðgerðafræði. Sandra var með
meðaleinkunn upp á 9,65 sem er
hæsta meðaleinkunn frá upphafi
fótaaðgerðafræðináms hjá Keili og
hlaut hún gjafir frá heildsölunum
Áræði og EM heildverslun. Allir út
skriftarnemendur úr fótaaðgerða
fræði fengu rós frá félagi íslenskra
fótaaðgerðafræðinga. Sigrún Áslaug
Guðmundsdóttir hélt ræðu fyrir
hönd útskriftarnema Heilsuaka
demíunnar.
Keilir bauð í fyrsta skipti upp á
nám í fótaaðgerðafræði vorið 2017
og hafa síðan þá samtals 40 fótaað
gerðafræðingar útskrifast. Nám í
fótaaðgerðafræði er viðurkennt
starfsnám á þriðja hæfniþrepi sam
kvæmt reglum mennta og menn
ingarmálaráðuneytis. Fótaaðgerða
fræðingur er lögverndað starfsheiti
og veitir Embætti landlæknis útskrif
uðum nemendum starfsleyfi.
Fótaaðgerðafræðingar meta
ástand fóta, greina og meðhöndla
þau fótamein sem ekki krefjast
sérhæfðari læknisfræðilegrar með
ferðar. Námið býður upp á góða
atvinnumöguleika um allt land og
hafa útskrifaðir nemendur gjarnan
hafið störf á fótaaðgerðastofum eða
stofnað sínar eigin stofur.
„Það er fátt betra
en að sjá nemendur
uppskera“
Hafliði Breki Waldorf hélt ræðu
fyrir hönd útskriftarnema
Háskólabrúar.
Nanna Kristjana Traustadóttir,
framkvæmdastjóri Keilis.
Sigrún Áslaug Guðmundsdóttir hélt
ræðu fyrir hönd útskriftarnema
Heilsuakademíunnar.
Sóley Kristín Harðardóttir (t.v.) var dúx Háskólabrúar með 9,75 í
meðaleinkunn og Sandra Friðriksdóttir var með hæsta meðaleinkunn
frá upphafi fótaaðgerðafræðináms hjá Keili, 9,65.
STARFSMAÐUR ÓSKAST
ÓJS verkfræðistofa í Reykjanesbæ leitar að dug-
legum starfsmanni til framtíðarstarfa í spennandi
verkefnum, um er að ræða stöðu verkfræðings/
tæknifræðings á véla- eða mannvirkjasviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
n Háskólamenntun í véla- eða byggingaverkfræði
eða -tæknifræði.
n Starfsreynsla í véla- eða mannvirkjahönnun
kostur en ekki skilyrði.
n Þekking á Inventor, SolidWorks, Revit
eða sambærilegum hugbúnaði.
n Reynsla af notkun hönnunarforrita.
n Iðnréttindi eru kostur.
n Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu,
skal berast til ojs@ojs.is eigi síðar en 30. janúar 2022.
Nánari upplýsingar veitir Óli Jón Sigurðsson oli@ojs.is.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 7