Víkurfréttir - 19.01.2022, Side 13
Verksmiðja í sátt við umhverfið
Skúli Thoroddsen.
Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ.
Ímyndum okkur framlag Reykja
nesbæjar að vistvænni orku í heim
inum væri að framleiða kísilmálm
í Helguvík, sem verði síðan yrði
notaður í sólarrafhlöður sem endast
áratugum saman og skapa vistvænt
rafmagn út í heimi í stað rafmagns
framleitt með kolum og olíu. Mikið
væri það göfugt verkefni. Bæjar
stjórn Reykjanesbæjar er á móti því.
Not in my backyard!
Forseti bæjarstjórnar, Guðbrandur
Einarsson, telur að „íbúar Reykja
nesbæjar muni aldrei sættast á að
rekstur kísilmálmverksmiðjunnar í
Helguvík fari aftur í gang. Það skal
aldrei verða,“ segir hann og er „von
svikinn með álit Skipulagsstofn
unar“ sem telur að neikvæð áhrif
sem íbúar upplifðu megi rekja til
þess hvernig staðið var að hönnun
og rekstri verksmiðjunnar í upp
hafi. En Skipulagsstofnun telur – að
því gefnu – að innleiðing endurbóta
verði farsæl, að áhrif efna frá verk
smiðjunni á heilsufar íbúa verði
óveruleg, eins og raunin er um sam
bærilegar verksmiðjur í þröngum
dölum Noregs. Hér togast á tilfinn
ingaleg pólitík og skiljanleg reiði íbúa
sem bæjarstjórn tekur vitaskuld
undir, vegna þess hvernig staðið var
að verki í upphafi annars vegar og
svo ný og fagleg afstaða Skipulags
stofnunar hins vegar.
Með kísilkristöllum er sólar
geislum breytt í raforku. Kísilmálmur
er lykilefni til framleiðslu á sólarraf
hlöðum, einum af framtíðarstólpum
vistvænnar framleiðslu á rafmagni
úr sólskini. Í SuðurÞýskalandi eru
þök húsa oft þakin sólarrafhlöðum.
Í Sahara rísa nú risavaxin sólar
orkuver. Hreinsaður kísilmálmur er
líka lykilefni í nútíma tölvutækni og
rafeindaiðnaði. Kísilmálmverksmiðja
er þannig mikilvæg í þágu grænnar
orku og tækniframfara til framtíðar.
Orkuskortur hrjáir heiminn. Á Ís
landi er næg vistvæn orka og hana
þarf að auka um 50% ef við eigum
að klára orkuskiptin hér á land nema
„við barasta hættum að ferðast,
hættum að aka bílum og barasta
spörum rafmagn,“ eins og Landvernd
leggur til. Slíkur málflutningur er
auðvitað fráleitur. Við þurfum meiri
orku. Heimurinn þarf meiri orku.
Kísilver eru orkufrekur iðnaður.
Járnblendiverksmiðja Elkem á
Grundartanga í Hvalfirði hefur verið
starfrækt í fjóra áratugi, án þess að
vera úthrópuð fyrir „kolabrennslu“
eða að eitra fyrir íbúa í Hvalfjarðar
sveit eða valda mönnum hæsi. Þar
er framleiddur kísilmálmur, (75%
blandaður með 25% járni), til íblönd
unar m.a. í rafmagnsstál fyrir spenna
og rafmótora sem notaðir eru í raf
magnsbíla, hástyrktarstál fyrir vind
myllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki
o.fl. Ættum við að vera mótfallin
þessu vegna þess að kol og trjákurl
eru notuð við
efnaferli fram
leiðslunnar?
Meint eitrun í
Hvalfirði hefur
ve r i ð ra n n
sökuð og skoðuð. Áhrifin óveruleg
eða engin.
Tvö kísilver hafa verið reist á Ís
landi. Annað á Bakka við Húsavík og
hitt hér í Helguvík sem til stendur að
endurbæta og keyra í gang að nýju
en hróp andstöðunnar heyrast inn í
bæjarstjórn. Fólk vill auðvitað ekki
láta eitra fyrir sér og „vilji bæjar
yfirvalda stendur til þess að verk
smiðjan verði rifin,“ segir Friðjón
Einarsson, formaður bæjarráðs, og
bæjarstjórn virðist fljóta með um
þröngsýna villigötu tilverunnar þar
sem upphrópanir og hræðsla ríkir.
Væri ekki nær að leysa vandann,
vinna með lausninni, vinna hnatt
rænt, í stað þess „að berjast til síð
asta blóðdropa“ gegn endurbótum?
Maður bara spyr sig.
Við hjá Landsvirkjun leitumst við að eiga sem best samskipti við nágranna
okkar nær og fjær. Því leitum við að verkefnisstjóra í teymi nærsamfélags
og græns reksturs. Við leiðum sameiginlega vegferð fyrirtækisins að
kolefnishlutleysi, grænum rekstri, samfélagslega ábyrgri starfsemi
og virku samstarfi og samtali í nærsamfélögum.
Helstu verkefni:
– Undirbúningur og framkvæmd samfélagsverkefna
– Gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana
– Samskipti við hagsmunaaðila í nærsamfélagi aflstöðva
– Miðlun verkefna og árangurs
– Styðja við þróun, innleiðingu og eftirfylgni græns reksturs
Hæfniskröfur:
– Framhaldsmenntun af háskólastigi sem nýtist í starfi
– Framúrskarandi samskiptaeiginleikar og jákvætt viðhorf
– Þekking og reynsla af samskiptum við mismunandi hópa
– Þekking eða reynsla af umhverfis- og/eða orkumálum er kostur
– Sjálfstæði í vinnubrögðum
– Metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild
Starfsstöð viðkomandi verður á Suðurlandi, í Sogsstöðvum
og Þjórsárstöðvum
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar
Sótt er um starfið hjá Hagvangi
hagvangur.is
Viltu hjálpa okkur að
vera góður granni?
Starf
Íbúar vilja ekki
þessa verksmiðju
Það er nokkuð ljóst að
Arion banki og PCC á
Bakka eru í þreifingum
með það að koma kísil
verinu í Helguvík aftur
af stað, við hjá Andstæð
ingum stóriðju í Helguvík
viljum hvetja bankann
til þess að endurskoða
þessa samninga og
leitast frekar við það að selja verk
smiðjuna úr landi, bankinn getur
ekki kastað af sér allri ábyrgð með
sölu á mengandi stóriðju í hendur
aðila sem að hafa þau áform að
ræsa verksmiðjuna aftur.
Það vekur mikla furðu að
bankinn standi í sölu á umhverfis
vænum skuldabréfum samhliða
því að gæla við það að koma einu
mesta mengunarslysi Íslandssög
unnar aftur í gang. Að sama skapi
standa þeir einnig í auglýsingaher
ferð um að bankinn sé að taka sam
félagslega ábyrgð með minnkun
losunar á mengandi lofttegundum
og beri fyrir sig umhverf
isvæna vottun.
Einnig vil jum við
benda á, að núverandi
byggingar eru ekki stað
settar í samræmi við
samþykkt deiliskipulag
og þegar byggingar eru
byggðar sem ekki rúmast
innan gildandi deiliskipu
lags ber eiganda lagalega skyldu til
þess að rífa þær niður.
Það er ríkjandi meirihluti á móti
þessum áformum ásamt bæjar
stjórn og það væri ábyrgðarleysi ef
Arion banki ætlar að þvinga þessa
sölu í gegn, í andstöðu við bæði
bæjarstjórn, meirihluta hennar og
minnihluta ásamt íbúum Reykja
nesbæjar og Suðurnesjabæjar.
Þá viljum við benda á að nú er
rannsókn í gangi á nýgengi lungna
krabbameins á Suðurnesjum sem
er meira en á öðrum stöðum og því
alveg ljóst að aukin loftmengun á
eftir að bæta á þann vanda.
Reykjanesbær hefur gefið út
lýðheilsustefnu bæjarins og þar
er kveðið á um að íbúar eigi rétt
á því að anda að sér hreinu og
ómenguðu lofti en ef að þessum
áformum verður, um að selja og
ræsa aftur ofna kísilverksmiðjunar,
þá er þessi stefna að engu orðin.
Íbúar vilja ekki þessa verksmiðju
í Helguvík og munu berjast á móti
því með öllum ráðum eins og áður
að hún verði ekki endurræst.
Fyrir hönd stjórnar
og með kveðju!
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 13