Rökkur - 01.09.1922, Blaðsíða 35
145
Læt ósagt um það. — En ekki dignaði Kanússíó,
þó farið væri að styttast.
Þetta kvöld var liði fylkt á völlunum til burtfarar.
Bál voru kynt. Söngvar sungnir. Leikið á horn.
Þeir kvaddir, er eigi fóru með í þetta sinn.---- —■
----------Það fór vel um okkur á lestinni, er við
fórum á til Montreal. Kanadisku piltarnir litu dá-
lítið þunglyndislega út um gluggana, á landið sitt
fagra, í andlit fólksins, sem veifaði þeim og okkur
öllum til góðra heilla. Á mörgum stöðvum komu
stúlkur að gluggunum til okkar og spjölluðu við okk-
ur, þótt tíminn til þess væri alt af naumur. Þær voru
fríðar, djarflegar og göfuglegar, þessar kanadisku
stúlkur og urðu að reyna margt, eigi síður en feður
þeirra, bræður, unnustar og eiginmenn.
Kanússíó leit aldrei við þeim. Eg sá hann aldreí
gefa sig að hiny. kyninu, en hann brosti alt af, ef
einhverjum okkar félaga hans var gefið hýrt auga.
En eg hefi séð hann gera gælur við riffilinn sinn,
strjúka hann hlýlega, kyssa hann. Eins og honum
fyndist hann það dýrmætasta, sem lífið hefði geíið
honum. Eins og hann héldi, að byssugarmurinn ætt?
sér sál.-----—
(Við mættumst á skipinu iðulega, oft daglega þessa
23 daga, sem við vorum á leiðinni frá Montreal tll
Lundúna.
Og alt af var Kanússíó eitt bros.--------
Heræfingar á hverjum degi í átta vikur. Svo
rann upp dagurinn, er við lögðum af stað til Frakk-