Rökkur - 01.09.1922, Blaðsíða 41
151
.... Eg komst ekki lengra í gær. Eg gat ekki varist
því að hugsa, hugsa um kaldhæðni lífsins. 1 dag
verða ræður haldnar og um hann skrifað, sagt frá,
hvíiíkt ágætisskáld hann hafi verið, og hversu mikið
þjóðirnar eigi honum að þakka fyrir að starfa að
því að auka andlegt frelsi, í ræðu og riti. Og í gær
voru rannsökuð hús Thomasar Seltzer, bókaútgef-
anda, og þessar bækur gerðar upptækar:
Heimkoma Casanova (Schnitler).
Ástfagnar konur (D. H. Lawrence) og Dagbók
ungrar stúlku. Og Seltzer var dreginn fyrir lög og
dóm fyrir að gefa út ósiðlegar bækur. Eftir þvílíkt
heimskuathæfi dregur úr mér að skrifa um hann, sem
orti “The Cenci”, “Prometheus Unbound” og “The
Revolt of Islam”. Væri Shelley á lífi nú og í Ame-
ríku, sæti hann án efa í fangelsi, “The Cenci” hefði
verið gert upptækt, bókarútgefandinn sektaður og
enginn “College Professor” myndi þora að leggja
honum lið.”
— I þetta sinn leyfir rúmið ekki að minnast nánar
á Shelley, ljóð hans og líf hans, en það verður gert
síðar. En vér birtum hér sýnishorn af kveðskap
hans, á frummálinu og íslensku, ef það kynni að
hvetja einhvern lesanda Rökkurs, til þess að kynn-
ast Shelley, ljóðum hans og lífi. \
To —
I fear thy kisses, gentle maiden,
Thou needest not fear mine;